Mannanöfn

Vantar Mynd

Friðrik Guðmundsson Hóli

Friðrik var fremur hár maður vexti, spengilegur og sporléttur, gráleitur í andliti, nokkuð stórt nef, grá augu og þunnt alskegg, gráleit. Svipur hans var fremur greindarlegur og skarpur, enda var hann magur maður og mjög veiklulegur, sennilega vegna skorts og fátæktar, enda minnist ég ekki að hafa komið inn á svo blásnautt heimili sem þar var. Þau hjónin eignuðust 14 börn og dóu 8 þeirra á barnsaldri, hin sem lifðu ...
Vantar Mynd

Frímann Wilhelm Jónsson

Frímann Wilhelm Jónsson, bróðir Ísaks, bjó í Garðbæ. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, systir Odds í Lunandsholti [?], en börn þeirra Wilhelm Frímann afgreiðslumaður milli ferða skipsins Laxfoss, sem kvæntur er dóttur Runólfs Runólfssonar er lengi var í Norðurtungu, og Karen er giftist Jóni Sigurðssyni fangavarðar Jónssonar, en þau voru foreldrar Sigurðar flugmanns. Bæði þessi börn Fríma Jónnnsssonar voru efnileg mjög og góð, vel gefin og mannkostum gædd, eins og ...
Vantar Mynd

Gestur Ormsson Einarshöfn

Hann hafði ávalt mikil viðskifti við sveitamenn; hús hans var jafnan opið öllum er að báru, gestrisnin og góðleikurinn svo innilegur öllum í té látinn að gestur í Einarshöfn var í raun og veru nokkurs konar gestgjafi sveimanna, án þess nokkru sinni að fara fram á borgun fyrir neitt. Þurfti maður að ná í hest, vað að finna Gest, enda var Magnús bróðursonur hans hjá honum sem drengur, hverjum manni ...
Vantar Mynd

Gísli Gíslason Steinskoti

Gísli Gíslason bjó í Steinskoti; var hann blóðtökumaður og bólusetjari. Kona hans hét Gróa Eggertsdóttir og var hún yfirsetukona, vitanlega ólærð þó, því þær voru ærið fáar þá, sem lærðar voru. Það þótti takast vel hjá þeim hjónum að hjálpa mönnum og málleysingjum í veikindum þeirra. Læknis var þá eigi unnt að vitja, en austur í Móeiðarhvoli; var það Skúli Thoraensen. Börn þeirra Gísla og Gróu í Steinskoti voru öll ...
Vantar Mynd

Gísli Gíslason Stórahrauni

Gísli var um eitt skeið hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi samtímis föður mínum. Stefnuvottur var hann lengi og enn lengur forsöngvari. Fegurri og jafnframt fyllri og þýðari söngrödd minnst ég ekki að hafa heyrt og líktist hún mjög söngrödd föðurbróður hans, Guðmundar gamla Þorgilssonar, séra Sæmundar í Hraungerði, Jón í Hlíðarenda og Bjarna bróður míns en þessa menn heyrði ég syngja best, og betur en nokkur „lærður“ söngvari. Röddin var þeim ásköpuð ...
Vantar Mynd

Gísli Jónsson Eyvakoti

Þá bjó í Eyvakoti Gísli Jónsson, faðir Sigurðar múrara á Eyrarbakka, Hallgríms og Margrétar, Jóhanns í Hafnarfirði og Guðlaugs í Keflavík, allt hið mesta dugnaðarfólk eins og faðir þeirra, er lengi var sendimaður á vetrum fyrir Lefoliiverslun, oft í illri færð og vondum veðrum; reyndist hann jafnan ferðagarpur mikill, ráðvandur og trúr; voru ferðir hans einatt til þess farnar, að fá og flytja vörur úr Reykjavík til verslunarinnar, en aldrei ...
Vantar Mynd

Gísli Pétursson

Gísli Pétursson læknir bjó í steinhúsi því er hann byggði sunnan við götuna, gegnt húsi Þórdísar og voru þau góðir nágrannar, samanmælis í stjórnmálum og því, að líða fæsta aðra lækna þar á Bakkanum en hann, einkum Lúðvík Nordal o.fl. Lítið orð fór af læknisstörfum Gísla, en konu hans og börnum var margt vel gefið; var hún ættuð úr Þingeyjarsýslu (frá Húsavík) og lifir hún enn ...
Vantar Mynd

Gissur Bjarnason Litlahrauni

Gissur Bjarnason söðlasmiður bjó að Litlahrauni eftir Þórð gamla Guðmundsen sýslumann, sem bjó þar og sem ég man vel eftir sem búanda þar og konu hans, Jóhönnu f. Knudsen, svo af sonum þeirra, söngmönnum miklum, Þórði lækni, Oddgeiri presti, Sigurði sýslumanni og Þorgrími tungumálakennara. Kona Gissurar var Kristín Gísladóttir frá Rauðabergi; þau voru foreldrar Valgerðar Gísladóttur að Mosfelli, hann stjúpi hennar en Kristín móðir. Gissur var bróðir þeirra Bjarna í ...
Vantar Mynd

Guðjón Jónsson Litlu-Háeyri

Guðjón Jónsson Litluháeyri var þriðji sonu Þórdísar gömlu Þorsteinsdóttur á Litluháeyri. Hann er kvæntur Jóhönnu Jónsdóttur frá Minnanúpi, bróðurdóttir Brynjólfs skálds og spekings, er margir þekktu sem slíkan og þar á meðal ég. En ég hefi áður skrifað um Guðjón í tilefni af sjötugsafmæli hans í fyrra. Hann á það sameiginlegt við þá bræður sína, Helga og Sigurð, sem eigi er ótítt um aðra menn að um þá megi segja ...
Vantar Mynd

Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur í Sandgerði Guðmundsson, er átti Katrínu Hannesdóttur frá Hvoli í Ölvesi. Guðmundur var ættaður af Akranesi eða úr Borgarfirði, bróðir Sigmundar í Görðum á Akranesi. Guðmundur var meðhjálpari við Eyrarbakkakirkju og verslunarmaður við I.R.B. Lefoliiverslun. Hann var meðalmaður vexti, vel vaxinn, ljósleitur í andliti en skegglaus að öðru en því, að hann hafði barta í vöngum. Stirt var honum um mál og stamaði nokkuð, enda oft mikið í hug ...
Vantar Mynd

Guðmundur Guðmundsson

Guðmundur Guðmundsson bóksali Péturssonar bókbindara frá Minna-Hofi kom til Eyrarbakka nálægt 1874-5 og var þar barnakennari um nokkurra ár. Bjó hann þá í barnaskólanum þar, a.m.k. 1877-78, er ég var þar í skóla um fjögurra mánaða skeið. Síðara byggði hann hús sitt gegnt „Húsinu“, en Thorgrímsen og Nielsen bjuggu í og lifði hann þar þangað til hann fluttist hingað suður til Reykjavíkur. Fyrri kona hans var Ástríður Guðmundsdóttir, systir Steins ...
Vantar Mynd

Guðmundur Ísleifsson Stóru-Háeyri

Guðmundur Ísleifsson á Stóruháeyri, tengdasonur Þorleifs, var hár maður vexti, bol-byggður og ekta barraxlaður, með fremur lágt enni, fallegt nef, munn og varir, dökkt jarpt hár og skegg með smá augu, nokkuð dökk. Hann var fríður maður sýnum, sterklega vaxinn og víkingur til vinnu. Hann var talinn ein hin mesta sjóhetja og austar þar, en það var hann ekki. Margir aðrir voru honum þar fremri, en hann var veðurglöggur og ...
Close Menu