Mannanöfn

Vantar Mynd

Þórdís Símonardóttir

Þórdís Símonardóttir ljósmóðir mátti segja að byggi einnig í Eyvakoti, eða á í húsi sínu miðja vegu milli Stóruháeyrar og Eyvakots, en áður bjó hún í barnaskólanum á Skúmsstöðum með fyrri manni sínu, Bergsteini Jónssyni Þórðarsonar alþm. frá Eyvindarmúla. Síðari maður Þórdísar var Jóhann Sveinsson úrsmiður en þau skildu og fór hann þá til Seyðisfjarðar. Þórdís var dóttir Símonar gamla Sigurðssonar er síðustu æfiár sín lifði hjá tengdasyni sínum, Jóni ...
Vantar Mynd

Þórdís Þorsteinsdóttir Litlu-Háeyri

Þórdís Þorsteinsdóttir frá Simbakoti, er lengi bjó að Litlu-Háeyri með manni sínum, Jóni Jónssyni, Hafliðasonar, systur Elínar seinni konu Þorleifs á Háeyri og hálfsystur Guðríðar Þorsteinsdóttur í Torfabæ, móður þeirra Stefáns og Péturs („Pésa litla“ er svo nefndi sig). Um Þórdísi á Litlu-Háeyri þarf ég að vísu litlu að bæta: henni er að nokkru lýst í sambandi við sonu hennar, en þeir sem þekktu konu þessa, og þá eigi síst ...
Vantar Mynd

Þórður Guðmundsson Litlahrauni

Þórður kammerráð hafði hátt enni, loðnar augnabrúnar, fremur langt nef, beint og óbogið, augun voru bláleit og barta hafði hann hvíta, en var rakaður á vörum og höku og undir höku; fremur var hann munnvíður og huldi neðrivör hina efri nokkuð eða svo leit út, sem hann biti saman vörum nokkuð íbyggilega en brosleitur var hann jafnan og bauð af sér bezta þokka, enda var hann með afbrigðum barn góður, ...
Þórður Jónsson

Þórður Jónsson

Þórður fæddist að Kolsholtshelli í Villingaholtshreppi í
Árnessýslu 16. apríl 1886, sonur Jóns Þorsteinssonar járnsmiðs og konu hans, Kristínar Þórðardóttur frá Mýrum í Villingaholtshreppi. Hann fluttist með foreldrum sínum til Stokkseyrar árið 1891 og ólst þar upp. Þórður réðist um fermingaraldur í þjónustu Ólafs Árnasonar kaupmanns og valdi sér þar með ævistarf. Ólaf ur seldi verzlun sína kaup félaginu Ingólfi árið 1907, og vann Þorður svo þar sem bókhaldari og fulltrúi, unz Ingólfur hætti störfum upp úr 1920 ...
Vantar Mynd

Þórður Jónsson Efra-Seli

Kona Þórðar, Margrét Jónsdóttir frá Hreiðri í holtum er enn á lífi hér í bænum, komin yfir áttrætt. Þau voru foreldrar Markúsar í Grímsfjósum og áttu fjölda annarra barna, enda lifðu þau við óvenjulega mikla fátækt, þótt hann væri ágætur smiður og þau bæði dugandi menn. Hjá Þórði naut ég margs góðs, m.a. þess að hann kenndi mér hvernig ég ætti að stíla bréf o.fl. enda ritaði hann mörg hin ...
Þorgeir Bjarnason

Þorgeir Bjarnason

Árið 1917, réðst Þorgeir sem vinnumaður til Skúla Thorarensen, sem þá bjó í Gaulverjabæ. Á þeim tíma, svo sem jafnan síðar, var stórbúskapur í Gaulverjabæ. Þorgeir hafði sjálfur sagt mér eitt og annað því til sanninda þó að þess verði ekki getið hér. En í Gaulverjabæ kynntist hann Elínu Kolbeinsdóttur sem þá var heimasæta á Vestri-Loftstöðum. Þau gengu í hjónaband 14. maí 1918, og hófu búskap það ár í Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi. Jörðin er ekki landstór og ungu hjónin ekki auðug af öðru ...
Vantar Mynd

Þorleifur Kolbeinsson Stóru-Háeyri

Þorleifur Kolbeinsson á Stóru Háeyri, sonur Kolbeins Jónssonar í Ranakoti, var hreppstjóri í Stokkseyrarhreppi, sáttasemjari og meðhjálpari. Hann var kaupmaður lengi og græddist fé svo vel, að þegar hann féll frá 1882 var talið að hann ætti 110 þús. krónur í föstu fé og lausu og að börn hans, 5 að tölu hafi fengið 22 þús. krónur í sinn hlut, hvert þeirra. Þótti þetta mikið fé sem og það var ...
Close Menu