Mannanöfn

Vantar Mynd

Adólf Adólfsson Móhúsum

Adolf Kr. Adólfsson, bóndi á Stokkseyri og formaður (áður í Móhúsum), tengdafaðir minn, var talinn framúrskarandi góður formaður og það með réttu. Frábærlega fljótur á sjóinn og aðgætinn vel, heppinn og lagsæll, enda hafði hann eins og hinir aðrir, er beztir voru taldir formenn austur þar, gott vit á sjó og hafði stundað sjóróðra frá því hann var á 13. ári. Adólf var tvíkvæntur: Ingveldur Ásgrímsdóttir Eyjólfssonar frá Litlu Háeyri ...
Nánar
Vantar Mynd

Andrés Ásgrímsson Frambæjarhúsi

Andrés Ásgrímsson verslunarmaður á Eyrarbakka bjó í Frambæjarhúsi, er svo var nefnt, og enn stendur á Litluháeyri. Hann var aðalforstjóri utanbúðar við Lefoliiveerslun og yfirmaður „erfiðisfólksins“, en það var margt. Þótt hann væri vínhneigður nokkuð, sá það ekki á vinnubrögðum hans eða stjórnsemi. Húsbændur hans höfðu hann í hávegum fyrir reglusemi hans við störfin, erfiðismennirnir dáð hann fyrir drengskap hans og hjálpsemi og viðskiftamennirnir trúðu honum vel til þess að ...
Nánar
Vantar Mynd

Árni Jónsson Mundakoti

Árni Jónsson, faðir Helga safnhúsvarðar og Filippínu saumakonu bjó í austasta bænum í Mundakoti. Kona hans var Margrét Filippusdóttir, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Þau voru búendur góðir og vinnusöm. Árni var fremur lágur vexti en þrekinn, alskeggjaður, jörpu skeggi, fríður sýnum, hælátur og íbygginn, góður vinur vina sinna og afskiftalítill um annarra hægi. Þau voru landsetar Guðmundar á Háeyri, sem engu kom fram meðan Árni lifði, en eftir fráfall hans, ...
Nánar
Árni Tómasson

Árni Tómasson

Árni Tómasson fæddist að Reyðarvatni í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðrún Árnadóttir og Tómas Böðvarsson er bjuggu þar góðu búi. Reyðarvatn var orðlagt  fyrir   gestrisni  og  rausn. Á Reyðarvatni ólst Árni upp og vann hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt. Sigldi þaðan til Danmerkur og vann þar á búgarði til að kynnast ýmsum nýjungum viðvíkjandi landbúnaði. Eftir heimkomuna var hann ráðsmaður á Stóra-Hrauni á búi séra Gísla Skúlasonar ...
Nánar
Vantar Mynd

Aron Guðmundsson Kakkarhjáleigu

Hann var kvæntur Evlalíu, systur Hannesar á Skipum. Þau Aron og Evlalía eignuðust 16 börn, og dóu 8 þeirra á barnsaldri. Fátæktin hjá honum var eigi minni en hjá Friðriki bróður hans og jafn treglega gekk það fyrir þeim báðum með formennskuna og aflabrögðin. Heimili þeirra, svo og heimili Jóhannesar á Miðkekki (nú Svanavatn) Jónssonar, bróður Þorsteins „Eyjalækni“ voru hin allra sárfátækustu í hreppnum; þau nutu einvers sveitastyrks, en ekki ...
Nánar
Ásgeir Eiríksson

Ásgeir Eiríksson

ÁSGEIR EIRÍKSSON, sveitarstjóri í Stokkseyrarhreppi, er fæddur í Hlíðarhúsum við Djúpavog í Suður-Múlasýslu 27. apríl 1892, og voru foreldrar hans Eiríkur Eiríksson bóndi þar og kona
hans Katrín Björnsdóttir. Hann fluttist til Stokkseyrar árið 1907 og hefur átt þar heima síðan. Gerðist hann skrifstofumaður og bókari hjá Kaupfélaginu Ingólfi á Stokkseyri þar til það hætti störfum, en stofnaði síðan eigin verzlun, sem hann rak í yfir 30 ár. Ásgeir hefur stundað nám í Flensborgarskóla ...
Nánar
Vantar Mynd

Ásgrímur Arnoddsson Réttinni

Framundan Steinskoti var fjárrétt nokkur, fénaði til skýlis; þar byggði Ásgrímur (Arnoddarson?) bæ sinn og var bærinn nefndur „Réttin“. Síðar byggði Ásgrímur annan bæi í hrauninu vestan Litlahrauns. Því var hann nefndur „Ásgrímur á hæðinni“. Son á hann hér, Eirík að nafni og mun Ásgrímur hafa komið þangað á Bakkann austan úr Skaftafellssýslu. Hann var meðalmaður að stærð, ljós og hár og skegg, þrekvaxinn og gildur. Fátækur maður var hann, ...
Nánar
Vantar Mynd

Ásgrímur Eyjólfsson Litlu-Háeyri

Ásgrímur Eyjólfsson verslunarmaður á Litluháeyri, var ættaður frá Torfastöðum í Grafningi og var Páll Jónsson klausturhaldari langafi hans. Ásgrímur var bróðir þeirra Páls á geysi og Einars „stafs“. Kona hans var ættuð frá Tannastöðum og Hrauni í Ölvesi; hét hún Anna Andrésdóttir, ein hin mesta gæðakona er ég hefi heyrt getið. Börn þeirra voru Andrés verslunarmaður við Lefoliiverslun, dáinn 9. ágúst 1883, kvæntur Málfríði Þorleifsdóttur Kolbeinssonar á Stóruháeyri (sjá síðar) ...
Nánar
Baldur Teitsson

Baldur Teitsson 1928-1992 , Deildarstjóri

Baldur Teitsson tók við af Axel Þórðarsyni sem símstöðvarstjóri árið 1951 og starfaði þar til ársins 1964 ...
Nánar
Vantar Mynd

Bárður Nikulásson

Bárður Nikulásson og kona hans Hallfríður Oddsdóttir frá Smádalakoti bjuggu í Garðbæ. Var Bárður ættaður austan úr Skaftártungu og tóku þau Ásgrím Adólfsson, bróður konu minnar og yngsta barns Adólfs (af fyrra hjónabandi) hann sér sem kjörson sinn og fór hann með þeim til Ameríku 1886. Breytti Ásgrímur þá nafni sínu og nefndi sig Osean Vichal. [?] Hann kvæntist —- dóttur Jóns Þórhallssonar trésmiðs í Hólmsbæ og andaðist þar vestra ...
Nánar
Vantar Mynd

Benedikt Benediktsson

Hann kvæntist vinnukonu Páls og Þorgerðar, Elínu Sæmundsdóttur Kristjánssonar frá Foki. Benedikt var fremur ófríður maður. Hvítleitur, þunnur í vanga og skegglaus að mestu, mjög ljóshærður og söðulnefjaður, skjótur í hreyfingum, fremur lágur vexti og nærri væskilslegur en svo fylginn sér til allrar vinnu og duglegur, að hann var meira en meðalmaður í þeim efnum, bæði til sjós og lands. Þau hjón bjuggu ávalt vel, voru veitul og vinir vina ...
Nánar
Bernharður Jónsson Keldnakoti

Bernharður Jónsson Keldnakoti

Bernharður var formaður í tíð áraskipanna. Hann bjó í Keldnakoti, fæddur 1849 og dáinn 1927. Hann var formaður í Þorlákshöfn í 4 vertíðir og á Stokkseyri 36 vertíðir, lánsamur til sjávarins og aflasæll. Eftirfarandi formannsvísa er til um Bernharð og mun vera eftir Magnús Teitsson: Brims þó úti báran há
Bernharður með drengi
ljónið súða lætur gá
löngubúðar þakið á. Bræðurnir Bernharður í Keldnakoti og Jón í Eystri Móhúsum voru ...
Nánar
Close Menu