Mannanöfn

Vantar Mynd

Bjarni Björnsson Götu

Þá verð ég að minnast hins mæta vinar míns, Bjarna gamla Björnssonar (f. 1808, d. 16. nóv. 1885, 75 ára að aldri). Hann var bókbindari og hafði átt Þórdísi Sturlaugsdóttur, systur Jóns afa míns (d. 1. maí 1863) og ólu þau upp Bjarna sál. bróður okkar frá 6 ára aldri (d. 24. febr. 1887). Þórdís andaðist 28. okt. 1878, 84 ára). Glaðsinna og fróðara gamalmenni en Bjarni var, get ég ...
Vantar Mynd

Bjarni Jónsson Símonarhúsum

Hann var dökkeygður, með vangaskegg og varir nokkuð þykkar, fremur frammyntur og hökustuttur. Svipur hans var góðlegur og greindarlegur; úr augum hans skein glaðværð og góðmennska, og græskulaus glettni og greind. Þau hjón eignuðust 4 börn: Eyjólf í Skipagerði, Þóru konu Pálmars, Kristínu konu Sigurðar í Ranakoti og Þuríði konu Ísólfs. Líktust þau öll föður sínum í útliti, einkum Eyjólfur, en dæturnar móður sinni að fríðleik og í framkomu allri, ...
Bjarni Júníussons

Bjarni Júníussons

Bjarni Júníusson fæddist á Syðra-Seli þann 25. desember 1893, sonur hjónanna Júníusar Pálssonar bónda þar og sýslunefndarmanns og konu hans Sigríðar Jónsdóttur er þar bjugu mjög lengi. Á Syðra Seli bjuggu á undan þeim foreldrar Júníusar Páll Jónsson hreppstjóri og kona hans Margrét Gísladóttir, ljósmóðir og þar á undan foreldrar Margrétar Gísli Þorgilsson og Sesselja Grímsdóttir, en þau fluttu að Syðra Seli 1850, fyrst sinna ættmenna og hefir ætt þessi ...
Bjarni Pálsson Götu

Bjarni Pálsson Götu

Þótt mér sé málið skylt, verð ég að minnast þriggja bræðra minna, þeirra Bjarna í Götu, Pálmars á Stokkseyri og Júníusar á Syðra Seli, er allir og hver um sig voru atkvæða sjómenn og sæmdarmen í öllu. Hann hafði óvenjulega gott vit á veðri, sjó og brimi, ennfremur  var hann sjódeigur: Fór aldrei út í tvísýnt veðurútlit eða vondan sjó. Leit ég á þetta og lít enn sem svo, að ...
Vantar Mynd

Bjarnþór Bjarnason

Á tíu ára ferli þess er þessar línur ritar, sem formaður og í stjórn Ungmennafélags Stokkseyrar, var Bjarnþór í hópi þeirra félaga sem mestur sómi var að. Síðar komst hann til áhrifa í félaginu og formaður þess um nokkurt skeið. Nám sitt sótti hann í Héraðsskólann á Laugarvatni og Flensborg í Hafnarfirði. Heimkominn stundaði hann vinnu á eigin vörubifreiðum ásamt því að
vera stoð og stytta Hoftúnsheimilisins og í fyllingu tímans gerðist hann bóndi í Hoftúni. Stæðsta gæfa Bjarnþórs ...
Vantar Mynd

Ebenezer Guðmundsson

Ebenezer Guðmundsson var bróðir Þeirra Guðmundar og Friðriks. Hann bjó að Skúmstöðum. Kona hans var Sesselja Ólafsdóttir frá Geldingaholti, systir þeirra Gests á Húsatófum og Ólafs í Gerðum, er drukknaði í Stokkseyrarsundi 28. maí 1881 með Þórði Grímssyni á Stokkseyri (Sjá Vökur, bls. 227) Þau Ebenezer og Sesselja áttu margt barna, er öll voru myndarleg og mjög vel gefin; meðal þeirra er Guðmundur Ebenezarson skósmiður á Eyrarbakka, kvæntur góðri og myndarlegri ...
Vantar Mynd

Einar Einarsson Dvergasteinum

Einar Einarsson í Dvergasteinum var hálfbróðir Karels Jónssonar í Hvíld, hins mikla formanns og sjósóknara. Kona Einars var Sigfríður Jónsdóttir og meðal barna þeirra voru þeir Jón Einarsson í Dvergasteini, einn hinn aflamesti og ötulasti formaður inn á Stokkseyri og í Þorlákshöfn. Jónas Einarsson í Garðhúsum á Eyrarbakka (drukknaði þar 5. ágúst 1927, 60 ára). Sigurður Einarsson var lengi vinnumaður á Skúmstöðum á Eyrarbakka og í Einarshöfn; oftast nefndur „Siggi ...
Vantar Mynd

Einar Jónsson borgari

Einar Jónsson „borgari“, faðir Sigfúsar og Ingibjargar, konu séra Bjarna Þórarinssonar, bjó hin fyrri ár sín á Eyrarbakka, í húsi því eða bæ, er hann byggði norðan Hólmsbæjar en sunnan Brennu; koma hann þangað frá Eystri-Rauðárhóli, og hafði hann byrjað þar verslun sína í óþökk Eyrarbakka kaupmanna. Var oft að honum veitst þar fyrir leynisölu, m.a. á brennivíni, en hann komast ávalt undan ofsóknum þeirra og flutti sig þá nær ...
Einar M. Jónsson

Einar M. Jónsson

Einar var fæddur að Stokkseyri 1. desember 1904, og voru foreldrar hans Jón Gíslason og Hildur Einarsdóttir. Föður sinn missti hann þegar hann var 5 ára gamall, en móðir hans annaðist hann og systur hans yngri af stökum dugnaði og kom þeim vel til
manns. Var hún öllum, sem hana þekktu, minnisstæð mannkostakona. Þau voru bræðrabörn, hún og Steinn Sigurðsson heitinn skólastjóri og rithöfundur, en síra
Sigurður Einarsson skáld í Holti var sem kunnugt er bróðursonur Steíns ...
Vantar Mynd

Erlendur Jónsson Simbakoti

Erlendur Jónsson bjó og í Simbakoti; hann var móðurfaðir Vilhjálms Vilhjálmssonar blaðamanns og kenn ég lítið annað frá honum að segja því ég þekkti hann lítið. Mig minnir að hann kæmi þangað austan úr Rangárvallasýslu og að Helga hafi heitið kona hans; Jón og Margrét börn þeirra (hún móðir Vilhjálms) ...
Vantar Mynd

Eyvindur Jónsson Eyvakoti

Eyvindur Jónsson í Eyvakoti, var sonur Jóns, er nefndur vari Íri (hinn eldri) því hann var kenndur við Íragerði. Eyvindur var tæplega meðalamaður á hæð og fremur grannvaxinn, ljósleitur og glaðlega kvikur, einn hinn besti formaður þar á Bakkanum og fiskaði vel. Drykkjumaður var hann ekki, heldur duglegur maður sem búnaðist vel. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, er lengi var verslunarkona hjá Einari borgara og góðkunningja konu hans, enda átti ...
Vantar Mynd

Friðrik Guðmundsson

Friðrik Guðmundsson bókbindari, bróðir Guðmundar bóksala var líkur bróður sínum í sjón, en ennþá fjörmeiri og „skemmtilegri“ en hann: Hafði stundum allt á hornum sér, en var þó glaður og kátur, lét fjúka í kviðlingum og kerknislausu rabbi. Að vexti var Friðrik nokkuð þreknari en bróðir hans, holdugri og hvatlegri þó, með svart hár og hæruskotið skegg á vörum og höku (tjúguskegg), eldsnör augu, nokkru gráleitar á hár og hörund ...
Close Menu