Bárður Nikulásson

Bárður Nikulásson

Bárður Nikulásson og kona hans Hallfríður Oddsdóttir frá Smádalakoti bjuggu í Garðbæ. Var Bárður ættaður austan úr Skaftártungu og tóku þau Ásgrím Adólfsson, bróður konu minnar og yngsta barns Adólfs (af fyrra hjónabandi) hann sér sem kjörson sinn og fór hann með þeim til Ameríku 1886. Breytti Ásgrímur þá nafni sínu og nefndi sig Osean Vichal. [?] Hann kvæntist —- dóttur Jóns Þórhallssonar trésmiðs í Hólmsbæ og andaðist þar vestra fyrir nokkrum árum.

Bárður var fremur lágur maður vexti, skarpleitur með ljósleitt hár og skegg , en kona hans var stórvaxin og feitlagin. Þau voru húsbændur mínir veturinn 1877-1978, er ég var í barnaskólanum á Eyrarbakka, og þeir góðir, því bæði voru þau góð og gegn, glaðlynd og ákveðnir í orðum og gjörðum. Með mér var þá og þar Guðmundur Brynjólfsson frá Strönd í Landeyjum, á líkum aldri sem ég; varð hann síðar bóndi að Sólheimum í Hrunammahreppi, kvæntur dóttur Gests á Skúfslæk og Kristínar Jónsdóttur frá Syðraseli í Hrunamannahreppi.

Bárður var athafnamaður hinn mesti og er við hann kennd brú sú er hann byggði, norður eftir mýrinni frá Skúmsstöðum og Flóagafli og er nefnd var „Bárðarbrú“. Var það áður en hin illræmda Nesbrú var byggð þar vestar og ég hefi getið um á öðrum staði.

Hjá þeim Bárði og Hallfríði leið öllum vel. Mér voru þau sem bestu foreldrar.

Close Menu