Ásgrímur Arnoddsson Réttinni

Ásgrímur Arnoddsson Réttinni

Framundan Steinskoti var fjárrétt nokkur, fénaði til skýlis; þar byggði Ásgrímur (Arnoddarson?) bæ sinn og var bærinn nefndur „Réttin“. Síðar byggði Ásgrímur annan bæi í hrauninu vestan Litlahrauns. Því var hann nefndur „Ásgrímur á hæðinni“. Son á hann hér, Eirík að nafni og mun Ásgrímur hafa komið þangað á Bakkann austan úr Skaftafellssýslu. Hann var meðalmaður að stærð, ljós og hár og skegg, þrekvaxinn og gildur. Fátækur maður var hann, en vinnusamur og vel liðinn.

Close Menu