Bjarki Sveinbjörnsson

061-Sjómannasjóður og ekknasjóður

Árið 1888 var stofnaður sjóður í því skyni að styrkja ekkjur, börn og aðra aðstandendur sjódrukknaðra félagsmanna. Nefndist hann Sjómanna.sjóður Árnessýslu og var stofnaður af gjöfum og tillögum, sem voru að upphæð 425 kr. 52 au. við árslok 1893. Aðalhvatamaður að sjóðsstofnuninni er talinn hafa verið Guðmundur Ísleifsson hreppstjóri á Háeyri.[note]Búnaðarrit 1906, 6. bls.[/note] Félagsmenn

061-Sjómannasjóður og ekknasjóður Read More »

060-Sjómannaskóli Árnessýslu

Um þær mundir sem vermenn urðu flestir í veiðistöðvunum austanfjalls var sú merka nýjung upp tekin að stofna til kennslu eða nokkurs konar skólahalds fyrir sjómenn. Forgöngu um þetta hafði Jón Pálsson frá Syðra-Seli, síðar bankagjaldkeri í Reykjavík, og mun starfsemi þessi hafa byrjað 1890, að minnsta kosti í sumum verstöðvunum. Um tilefni skólastofnunarinnar kemst

060-Sjómannaskóli Árnessýslu Read More »

059-Vermenn

Meðan aðeins fá skip gengu til fiskiveiða frá Stokkseyri, hefir sjór nær ein. göngu verið stundaður af heimamönnum. En því meira sem útgerð óx, því meiri varð þörfin á aðfluttum sjómönnum til þess að manna skipin. Reyndist enginn hörgull á sveitamönnum til þeirra starfa, en þeir, sem aðkomnir voru þannig, kölluðust vermenn.[note]Vermaður, verbúð, vertíð o.

059-Vermenn Read More »

057-Formenn

Það er alkunna, að Stokkseyri er einhver mesta brimveiðistöð landsins, og raunar má furðu gegna, að þar skuli sjór hafa verið sóttur um aldir og það af slíku kappi og dugnaði sem stundum átti sér stað. Hér þurfti vissulega að hafa hugfast hið forna spakmæli: ,,Kapp er bezt með forsjá.“ Ef vel átti að fara,

057-Formenn Read More »

055-Skipasmiðir

Allt frá landnámstíð hafa Íslendingar sjálfir smíðað skip og báta til notkunar við fiskveiðar, ferjuhald og flutninga innan lands. Smíðarefnið var ýmist innflutt timbur eða rekaviður, og sögur herma jafnvel, að haffær skip hafi í fornöld verið smíðuð hér á landi úr innlendum efniviði.[note]Íslendinga sögur I, 39, 263; VIII, 155.[/note] Þar eð skipasmíðar voru undirstaða

055-Skipasmiðir Read More »