064-Skipting og meðferð aflans
Þegar úr róðri var komið, var aflinn borinn upp á skiptivöll, þar sem honum var skipt í svonefnd köst. Voru tveir hlutir í hverju kasti, en þeir, sem kast áttu saman og kallaðir voru hlutalagsmenn, skiptu því aftur á milli sín. Hlutafjöldi á skipi fór eftir tölu skipverja, sem var auðvitað misjöfn eftir stærð skipanna, […]



