Warning: Trying to access array offset on value of type null in /var/www/virtual/sagastokkseyrar.is/htdocs/wp-content/plugins/pt-content-views-pro/includes/components/live-filter/_process_filters.php on line 401
Vantar Mynd

Adólf Adólfsson Móhúsum

Adolf Kr. Adólfsson, bóndi á Stokkseyri og formaður (áður í Móhúsum), tengdafaðir minn, var talinn framúrskarandi góður formaður og það með réttu. Frábærlega fljótur á sjóinn og aðgætinn vel, heppinn og lagsæll, enda hafði hann eins og hinir aðrir, er beztir voru taldir formenn austur þar, gott vit á sjó og hafði stundað sjóróðra frá því hann var á 13. ári. Adólf var tvíkvæntur: Ingveldur Ásgrímsdóttir Eyjólfssonar frá Litlu Háeyri ...
Vantar Mynd

Árni Jónsson Mundakoti

Árni Jónsson, faðir Helga safnhúsvarðar og Filippínu saumakonu bjó í austasta bænum í Mundakoti. Kona hans var Margrét Filippusdóttir, bæði ættuð úr Rangárvallasýslu. Þau voru búendur góðir og vinnusöm. Árni var fremur lágur vexti en þrekinn, alskeggjaður, jörpu skeggi, fríður sýnum, hælátur og íbygginn, góður vinur vina sinna og afskiftalítill um annarra hægi. Þau voru landsetar Guðmundar á Háeyri, sem engu kom fram meðan Árni lifði, en eftir fráfall hans, ...
Árni Tómasson

Árni Tómasson

Árni Tómasson fæddist að Reyðarvatni í Rangárvallasýslu. Foreldrar hans voru merkishjónin Guðrún Árnadóttir og Tómas Böðvarsson er bjuggu þar góðu búi. Reyðarvatn var orðlagt  fyrir   gestrisni  og  rausn. Á Reyðarvatni ólst Árni upp og vann hjá foreldrum sínum fram yfir tvítugt. Sigldi þaðan til Danmerkur og vann þar á búgarði til að kynnast ýmsum nýjungum viðvíkjandi landbúnaði. Eftir heimkomuna var hann ráðsmaður á Stóra-Hrauni á búi séra Gísla Skúlasonar ...
Axel Þórðarson

Axel Þórðarson

Axel Þórðarson kennari var póstafgreiðslumaður á Stokkseyri á árunum 1945-1951. Hann tók við af Guðrúnu Sigurðardóttur símstjóra árið 1941 og var símstöðin þá flutt í nýbyggt hús hans, Skálafell. Axel átti mikinn þátt í, að póstur og sími voru sameinaðir og Stokkseyri gerð að póstafgreiðslu árið 1945. Hann fluttist burt árið 1951 ...
Vantar Mynd

Bjarni Jónsson Símonarhúsum

Hann var dökkeygður, með vangaskegg og varir nokkuð þykkar, fremur frammyntur og hökustuttur. Svipur hans var góðlegur og greindarlegur; úr augum hans skein glaðværð og góðmennska, og græskulaus glettni og greind. Þau hjón eignuðust 4 börn: Eyjólf í Skipagerði, Þóru konu Pálmars, Kristínu konu Sigurðar í Ranakoti og Þuríði konu Ísólfs. Líktust þau öll föður sínum í útliti, einkum Eyjólfur, en dæturnar móður sinni að fríðleik og í framkomu allri, ...
Vantar Mynd

Friðrik Guðmundsson Hóli

Friðrik var fremur hár maður vexti, spengilegur og sporléttur, gráleitur í andliti, nokkuð stórt nef, grá augu og þunnt alskegg, gráleit. Svipur hans var fremur greindarlegur og skarpur, enda var hann magur maður og mjög veiklulegur, sennilega vegna skorts og fátæktar, enda minnist ég ekki að hafa komið inn á svo blásnautt heimili sem þar var. Þau hjónin eignuðust 14 börn og dóu 8 þeirra á barnsaldri, hin sem lifðu ...
Vantar Mynd

Hannes Hannesson Skipum

Hannes var fremur lágur maður vexti og veiklulegur; nefið þunnt, augun gráleit og augnabrýr hvassar og hárgaðar mjög. Skegg hafði hann módökkt að lit og aðeins á kjálkum; munnurinn var í meðallagi stór og varir þunnar, hakan fremur mjó; andlitslitur hans var gráleitur og ennið hátt; þótt eigi gæti hann fríður maður kallast, var hann ekki ólalaglegur , svipurinn góðlegur en alvöruþrunginn þó, enda var Hannes þurr á manninn og ...
Jón Ingvarsson

Jón Ingvarsson

Árið 1949 hófu þau Jón og Ingigerður [Eiríksdóttir] búskap á Skipum og ráku þar stórbú í 3 áratugi og voru árum saman með mestu innvegna mjólk einstaklinga hjá Mjólkurbúi Flóamanna. Hann var með fjárbúskap, nærri 100 ær þegar flest var, og lagði metnað í að vera með gott fé. Jón var félagsmálamaður. Hann varð ungur formaður Ungmennafélagsins á Stokkseyri, gjaldkeri í fyrstu stjórn Ökuþórs félags bílstjóra hjá K.F. Árnesinga, var í fyrstu hreppsnefnd Selfosshrepps, gegndi trúnaðarstörfum fyrir bændur í Stokkseyrarhreppi og ...
Vantar Mynd

Páll Jónsson Syðra-Seli

Faðir minn var í hærra meðallagi í vexti, nettur, vel vaxinn, rjóðleitur í andliti með lítið kragaskegg, jarpleitt á lit; hann var munnfríður, nefið beint, augun móbrún, ennið hátt og hárið svart. Hann gekk stinghaltur alla æfi frá þriggja ára aldri, hann fékk svo vonda ígerð í hægri fótinn, að hann krepptist upp að lærinu og kálfinn hvarf eða visnaði svo, að fótleggurinn fyrir neðan hné varð eigi gildari en ...
Vantar Mynd

Sæmundur Kristjánsson Foki

Hann var meinhægðarmaður, fáorður og fjaslaus; fátækur var hann en vinnusamur og víkingur til sjóróðra. Kotið sem hann bygði var örreytis kot eins og flest önnur býli þar í Hraunshverfi. Framfleytti 2-3 kúm og kindum nokkrum og var það frekar fyrir þá sök að harðlega var barist fyrir tilveru heimilismanna með framúrskarandi dugnaði, nýtni og sparsemi, en þó að ábúðarjörðin hefði svo mikla kosti: 50-60 hesta töðufeng og mýrarslægjur á ...
Vantar Mynd

Sigurður Eyjólfsson Kalastöðum

Sigurður var í meðal lagi hár maður vexti, og nettmenni, eins og bróðir hans; hann var ljósleitur á hár og hörund, með blágrá augu, beint nef og bartaskegg í vöngum, dálítið bólugrafinn var hann, en þó eigi svo mjög sem Páll eða Margrét systir þeirra. Sigurður var kvikur á fæti, málrómur hans var þýður og viðmót gott. Hann tók í nefnið og bauð það óspart öðrum. Því var sagt að ...
Sigurgrímur Jónsson

Sigurgrímur Jónsson

Sigurgrimur var fæddur að Holti i Stokkseyrarhreppi hinn 5. júní 1896. Foreldrar hans voru Jón Jónsson, bóndi og oddviti i Holti og kona hans, Ingibjörg Gísladóttir. Hann lauk prófi frá búnaðarskólanum á Hvanneyri árið 1915. Hinn 25. júni árið 1921 kvæntist Sigurgrimur Unni Jónsdóttur frá Jarlsstöðum i Bárðardal. bau tóku við búsforráðum í Holti það sama ár. Unnur lést 3. april 1973 ...