Hannes Hannesson Skipum

Hannes Hannesson Skipum

Hannes var fremur lágur maður vexti og veiklulegur; nefið þunnt, augun gráleit og augnabrýr hvassar og hárgaðar mjög. Skegg hafði hann módökkt að lit og aðeins á kjálkum; munnurinn var í meðallagi stór og varir þunnar, hakan fremur mjó; andlitslitur hans var gráleitur og ennið hátt; þótt eigi gæti hann fríður maður kallast, var hann ekki ólalaglegur , svipurinn góðlegur en alvöruþrunginn þó, enda var Hannes þurr á manninn og gat verið hnífilyrtur. Reglumaður var hann og snyrtilegur í framkomu, enda naut hann almenningshylli og virðinga; hann mátti telja meðal hinna berstu megandi manna í Stokkseyrarhreppi, meðal betri formanna og bestu húsbænda. Vinnusamur var Hannes, nýtinn og sparsamur. Áður en hann fluttist að Skipum, bjó hann að Eystri-Rauðarhóli og þar kvæntist hann konu sinni; (Hannes andaðist 25. ágúst 1910, 26 ára að aldri en kona hans 9. júlí 1912, 70 ára.), Sigurbjörgu Gísladóttur, systur Halldórs trésmiðs á Eyrarbakka. Hún var ein meðal hinna merkustu kvenna þar eystra, höfðingleg í sjón og í reynd, björt yfirlitum, greind og góð kona.  Börn þeirra, en meðal þeirra voru þeir „Skipabræður“ er ég þekkti best: – Gísli og Ingvar voru framúrskarandi og góðir og siðlátir piltar, vel uppalnir og ágætlega þokkaðir. Gísli var faðir Jóns Gíslasonar dr. phil. og varð hann eigi gamall að aldri, en Ingvar býr nú að Skipum og er talinn með gildari bændum þar eystra. Hin önnur börn þeirra „Skipahjóna“ – svo voru þau kölluð – þekkti ég ekki að neinu ráði, en öll eru þau mannvænleg, eins og þau eiga kyn til. Uppeldissonur þeirra Skipahjóna var Ásbjörn Vigfússon Ásbjarnarsonar,sem bjó að Efra Seli; Ásbjörn var meinhægur maður mjög og mesta uppáhald fósturforeldra sinna og allra þeirra, en honum kynntust, hann andaðist mjög snögglega af garnaflækju, er greip hann í sjóróðri.

Close Menu