Vantar Mynd

Sturlaugur Jónsson

Hann var tvíkvæntur: Önnu Gísladóttur Þorsteinssonar frá Ásgautsstöðum. Eitt barna þeirra komst til aldurs; það var Jón Sturlaugsson hafnsögumaður (d. 5. ágúst 1938). Síðari kona Sturlaugs var Snjáfríður Nikulásdóttir frá Stokkseyrarseli, Bjarnasonar, d. 4. febrúar 1918. Börn þeirra: Ingvar sjómaður, Símon bóndi og formaður á Kaðlastöðum o.fl. þ.á.m. Bjarni er drukknaði 17. apríl 1922 (sjá annars Bergsætt). Sturlaugur var gjörvulegur maður að vallarsýn, í hærra meðallagi að vexti, spengilegur, barraxlaður, ...
Vantar Mynd

Þórarinn Bjarnason Nýjabæ

Þar bjó Þórarinn Bjarnason, myndarlegur maður, hár vexti en eigi þrekinn. Hann var faðir Guðfinns formanns er fórst í Einarshafnarsundi 5. apríl 1927, við 8. mann. Kona Þórarins var Kristín Guðmundsdóttir, sem orð lék á að væri laundóttir Hannesar Sigurðssonar, Þorgrímssonar Bergssonar frá Brattsholti, er lengi bjó á Litluháeyri. og síðar verður getið, enda var hún lík Hannesi í sjón og svo hafði hann eignast launbarn með móður Kristínar áður, ...
Vantar Mynd

Þórður Jónsson Efra-Seli

Kona Þórðar, Margrét Jónsdóttir frá Hreiðri í holtum er enn á lífi hér í bænum, komin yfir áttrætt. Þau voru foreldrar Markúsar í Grímsfjósum og áttu fjölda annarra barna, enda lifðu þau við óvenjulega mikla fátækt, þótt hann væri ágætur smiður og þau bæði dugandi menn. Hjá Þórði naut ég margs góðs, m.a. þess að hann kenndi mér hvernig ég ætti að stíla bréf o.fl. enda ritaði hann mörg hin ...
Þorgeir Bjarnason

Þorgeir Bjarnason

Árið 1917, réðst Þorgeir sem vinnumaður til Skúla Thorarensen, sem þá bjó í Gaulverjabæ. Á þeim tíma, svo sem jafnan síðar, var stórbúskapur í Gaulverjabæ. Þorgeir hafði sjálfur sagt mér eitt og annað því til sanninda þó að þess verði ekki getið hér. En í Gaulverjabæ kynntist hann Elínu Kolbeinsdóttur sem þá var heimasæta á Vestri-Loftstöðum. Þau gengu í hjónaband 14. maí 1918, og hófu búskap það ár í Keldnakoti í Stokkseyrarhreppi. Jörðin er ekki landstór og ungu hjónin ekki auðug af öðru ...
Close Menu