Warning: Trying to access array offset on value of type null in /var/www/virtual/sagastokkseyrar.is/htdocs/wp-content/plugins/pt-content-views-pro/includes/components/live-filter/_process_filters.php on line 401
Vantar Mynd

Bárður Diðriksson Ráðleysu

Bárður Diðriksson var meðalmaður að vexti, vel vaxinn, fjörlegur og fimur, smáfeldur í andliti með mjög dökkleit augu, eldsnör, rjóður var hann í kinnum með kolsvart hár, stutta höku, beint nef og barta í vöngum. Þótt Bárður væri vínhneigður, var hann meinleysismaður en jafnvel án víns var hann all-kerskinn í kveðskap sínum og klæminn, enda þóttist hann vera hagyrðingur í betra lagi, en það gat naumast kallast svo, heldur hroðvirknislegt ...
Vantar Mynd

Benedikt Benediktsson

Hann kvæntist vinnukonu Páls og Þorgerðar, Elínu Sæmundsdóttur Kristjánssonar frá Foki. Benedikt var fremur ófríður maður. Hvítleitur, þunnur í vanga og skegglaus að mestu, mjög ljóshærður og söðulnefjaður, skjótur í hreyfingum, fremur lágur vexti og nærri væskilslegur en svo fylginn sér til allrar vinnu og duglegur, að hann var meira en meðalmaður í þeim efnum, bæði til sjós og lands. Þau hjón bjuggu ávalt vel, voru veitul og vinir vina ...
Bernharður Jónsson Keldnakoti

Bernharður Jónsson Keldnakoti

Bernharður var formaður í tíð áraskipanna. Hann bjó í Keldnakoti, fæddur 1849 og dáinn 1927. Hann var formaður í Þorlákshöfn í 4 vertíðir og á Stokkseyri 36 vertíðir, lánsamur til sjávarins og aflasæll. Eftirfarandi formannsvísa er til um Bernharð og mun vera eftir Magnús Teitsson: Brims þó úti báran há
Bernharður með drengi
ljónið súða lætur gá
löngubúðar þakið á. Bræðurnir Bernharður í Keldnakoti og Jón í Eystri Móhúsum voru ...
Vantar Mynd

Eyvindur Jónsson Eyvakoti

Eyvindur Jónsson í Eyvakoti, var sonur Jóns, er nefndur vari Íri (hinn eldri) því hann var kenndur við Íragerði. Eyvindur var tæplega meðalamaður á hæð og fremur grannvaxinn, ljósleitur og glaðlega kvikur, einn hinn besti formaður þar á Bakkanum og fiskaði vel. Drykkjumaður var hann ekki, heldur duglegur maður sem búnaðist vel. Kona hans var Ingibjörg Jónsdóttir, er lengi var verslunarkona hjá Einari borgara og góðkunningja konu hans, enda átti ...
Vantar Mynd

Guðmundur Þorkelsson Gamlahrauni

Guðmundur var hávaxinn maður og krangalegur, nokkuð stórleitur í andliti  þó fríður sýnum. Hann var glaðsinna og skemmtilegur. Einkennilegur var hann því leyti, að hann bar öll þau orð er „err“ var í mjög linlega fram; hann sagði t.d. fjörumeri þannig: fjögumegi. Annað einkenni hafði hann einnig að þá er hann hló, rak oft upp svo mikinn skellihlátur að það var  líkast því sem menn kalla „hrossahlátur“, þ.e. eins og ...
Vantar Mynd

Hallgrímur Jóhannesson Kotleysu

Hallgrímur Jóhannesson frá Kotleysu, síðar á Kaðlastöðum, var einn hinn gjörvulegasti maður austur þar, smiður góður á tré og járn. Lagði hann einkum fyrir sig skipasmíðar, auk formennskunnar, sem var frábær, og voru skip þau er hann smíðaði bæði falleg og góð, enda var þeim jafnað við skip þau er Jóhannes Árnason á Stéttum smíðaði. Þá þóttu skautar þeir, er Hallgrímur smíðaði svo góðir, að menn þóttust eigi kunna neitt ...
Vantar Mynd

Helgi Jónsson Litlu-Háeyri

Helgi Jónsson frá Litluháeyri, einn hinna góðkunnu Litluháeyrarbræðra, bjó og í Nýjabæ. Kona hans var Guðrún, dóttir Guðmundir á Gamla hrauni (sjá Bergsætt bls. 369). Helgi var eins og þeir bræður allir, „stillingarljós“ hið mesta, formaður og sjósóknari bæði ár á Eyrarbakka, en þó einkum í Þorlákshöfn. Hann var meðalmaður að vexti, dökkhærður og fríður sýnum. Meðal barna þeirra er hinn ötuli sjósóknari Jón, sem oftast hefur haft útræði sitt ...
Vantar Mynd

Hinrik Jónsson Ranakoti

Hinrik var albróðir Þorkels á Óseyrarnesi og lengi formaður á Stokkseyri, einn hinn ágætasti maður er ég kynntist í æsku. Hann var lágur maður vexti, þrekvaxinn og kraftalegur, dökkur á hár og hörund. Kringluleitur með bartaskegg, hátt og hvolft enni og framvaxnar augnabrýr, bláleit augu, beint nef, fremur stutt. Hann sýndi það í öllu, að þar fór góður og göfugur maður, stilltur vel en þó ákveðinn í orðum og athöfnum ...
Vantar Mynd

Jóhann Þorkelsson Mundakoti

Jóhann Þorkelsson, bróðir Guðmundar á Gamlahrauni, faðir Guðrúnar, konu Jens Einarssonar hreppstjóra, en þau voru foreldrar Ragnars stórkaupmanns og útgefanda hinnar nýju Kambránssögu. Kona Jóhanns var Elín Símonardóttir frá Gamlahrauni, systur Þóru, konu Guðmundar, Ara á Stórahruni, Jóns á Selfossi, föður Símonar, Þorsteins og Símonar á Gamlahruni, Jarþrúðar og Sesselju, o.fr. Jóhann var lengi við verslun Einars „borgara“ Jónssonar föður Sigfúsar og Ingibjargar, konu séra Bjarna Þórarinssonar. Jóhann var föngulegur ...
Vantar Mynd

Jóhannes Árnason Stéttum

Jóhannes var ágætur skipasmiður og kom hann, ásamt Hallgrími á Borg nýju og betra lagi á róðraskipin þar eystra; mun það að nokkru leyti hafa verið miðað eftir skapa-lagi þeirra Þórðar í Gróttu o.fl. en smíðuðu 2 eð 3 skip fyrir Guðmund á Háeyri veturinn 187-78; þó er ég ekki vissum að þetta sé rétt, því að um líkt leyti eða 1878 smíði Jóhannes tvíróið skip fyrir föður minn, og ...
Vantar Mynd

Jón Adólfsson Grímsfjósum

Jón var mörg ár formaður á Stokkseyri og í Þorlákshöfn og ávalt heppinn með aflabrögð sín og sjóferðir. Hann var lágur maður vexti, gildur og samanrekinn, ólíkur systkinum sínum í því, að hann var dökkhærður, en þau ljóshærð, léttlyndur og smáskrítinni í viðtali: Hann endurtók oft í spaugi það sem hann sagði: t.d. þetta: „hvað væri þokkað fyrir að tarna í Grímsfjósum …í Grímsfjósum!“, eða þá þetta: „Nú eru Svíakongur ...
Vantar Mynd

Jón Hannesson Litlu-Háeyri

Jón Hannesson Litluháeyri var sonur þeirra Hannesar og Guðrúnar, kvæntur Jónínu Kristínu dóttur Magnúsar í Sölkutóft, Jónssonar. Sonur þeirra er Sigurjón fiskmatsmaður í Reykjavík, en dóttir þeirra er ekkja Guðfinns sál. Þórarinssonar frá Nýjabæ, er drukknaði 5. apríl 1927, heitir hún Rannveig. Jón Hannesson var lengi formaður á Eyrarbakka, í hreppstjórn þar og meðal hinna mörgu góðu Eyrbekkinga. Hann var fullkomlega meðalhár vexti, svaraði sér vel, hann var rauðbirkinn á ...