Bjarki Sveinbjörnsson

013-Fóru niðjar Hásteins með goðorð?

Margt er óljóst og jafnvel myrkri hulið um meðferð goðorða hér á landi á þjóðveldistímanum. Eitt þeirra atriða, sem skoðanir hafa verið skiptar um, er það, hvort Stokkseyringar, þ. e. niðjar Hásteins Atlasonar, eða einhver önnur höfðingjaætt hafi farið með goðorð í austanverðu Árnesþingi. Verður því að ræða það mál nokkuð. Þegar alþingi var stofnað

013-Fóru niðjar Hásteins með goðorð? Read More »

012-Landafundir Bjarna Herjólfssonar

Eigi má skiljast svo við Stokkseyringa á söguöld, að ekki sé getið þess manns, sem víðkunnastur er þeirra allra. Sá maður er Bjarni Herjólfsson frá Drepstokki, sem að sögn Grænlendingasögu fann. Vesturálfu fyrstur norrænna manna. Eins og kunnugt er, eignar Eiríks saga rauða þennan landafund Leifi heppna Eiríkssyni, en minnist ekki á ferðir Bjarna. Fyrir

012-Landafundir Bjarna Herjólfssonar Read More »

011-Stokkseyringar á söguöld-Frá niðjum Hásteins

Það lætur nærri, að telja megi á fingrum sér þá menn, sem nafngreindir eru í heimildum í Stokkseyrarhreppi á landnáms- og söguöld. Er þar fyrst og fremst um að ræða niðja landnámsmannanna Hásteins á Stokkseyri og Hallsteins á Framnesi. En þótt fátt sé kunnugt um hinar fyrstu kynslóðir þar í byggð, er það nóg til

011-Stokkseyringar á söguöld-Frá niðjum Hásteins Read More »

010-Landnám

Í Íslendingabók Ara prests hins fróða Þorgilssonar, sem rituð er á árunum 1122-1133, er varðveitt hin elzta frásögn af byggingu Íslands, og er hún á þessa leið: ,,Ísland byggðist fyrst úr Norvegi á dögum Haralds ins hárfagra Hálfdanarsonar ins svarta í þann tíð, – – er Ívar Ragnarssonur loðbrókar lét drepa Eaðmund in helga Englakonung,

010-Landnám Read More »

007-Sjógarður

Það var árið 1785, sem Petersen verzlunarstjóri á Eyrarbakka benti fyrstur manna, svo að kunnugt sé, yfirvöldunum á þá hættu, sem verzlunarstaðnum stafaði af sjónum. Varð það til þess, að Steindór sýslumaður Finnsson kvaddi þá um sumarið til 6 skilgóða menn af Eyrarbakka til þess að athuga aðstæður og gera tillögur um sjóvarnir á staðnum.

007-Sjógarður Read More »