043-Landbúnaður

„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi,“ segir máltækið, og á það eins við í Stokkseyrarhreppi og annars staðar á landinu, þó að hreppurinn liggi að sjó og sjávarútvegur hafi jafnan að einhverju leyti verið stundaður þar og á köflum til verulegra muna. Engu að síður hefir þó landbúnaðurinn verið kjölfesta og undirstaða undir afkomu fólksins. Í sóknarlýsingu 1840 segir síra Jakob í Gaulverjabæ, að heyskapurinn sé aðalbjargræðisvegurinn, en styrkur fáist í millum af sjávarafla og sölvatekju. Munu þessi ummæli gefa rétta mynd af búskaparháttum í hreppnum fyrr á tímum. Landbúnaðurinn hefir annars verið rekinn þar með sama sniði sem annars staðar. Verður því einungis skýrt frá helztu þáttum hans í stórum dráttum og þá einna helzt vikið að því, sem sérstakt kynni að vera þar í sveit.

Leave a Reply

Close Menu