Bjarki Sveinbjörnsson

024-Hreppssjóðir

Stokkseyrarhreppur hefir yfir að ráða nokkrum sjóðum, sem stofnaðir hafa verið í ákveðnu augnamiði og varið er í samræmi við það. Þykir rétt í sambandi við fjármál hreppsins að gera nokkra grein fyrir sjóðum þessum. 1) Þorleifsgjafarsjóður er elztur þessara sjóða. Hann er stofnaður af Þorleifi Kolbeinssyni hreppstjóra á Háeyri með mjög rækilegu gjafabréfi 16. […]

024-Hreppssjóðir Read More »

023-Fjármál hreppsins – Tekjur, gjöld og eignir

Nú á dögum þurfa hreppsfélög á miklum tekjum að halda til þess að standa straum af þeim kostnaði, sem af margháttaðri starfsemi þeirra leiðir, og er í því efni mikil breyting orðin frá því, sem forðum var. Samkvæmt Grágás og Jónsbók höfðu hreppar engar tekjur aðrar en þær, sem var árlega varið til styrktar fátækum

023-Fjármál hreppsins – Tekjur, gjöld og eignir Read More »

021-Tímabilið eftir 1872

Þess var eigi lengi að bíða, að landsmenn yrðu óánægðir með hreppstjóratilskipunina, og samfara frelsishreyfingum 19. aldar urðu kröfurnar um endurheimt sjálfstæði hreppanna stöðugt ákveðnari. M. a. ritaði Jónas Hallgrímsson skörulega grein, ,,Fáein orð um hreppana á Íslandi”, í Fjölni 1835 og lagði til, að hreppstjórar yrðu kosnir á vorsamkomu í sveitum, eins og áður

021-Tímabilið eftir 1872 Read More »

020-Tímabilið 1809-1872

Þegar hér er komið sögu verður gagnger breyting á stjórn hreppanna hér á landi. Hið forna sjálfstæði þeirra er afnumið, en þeir lagðir undir hina almennu umboðsstjórn. Með konungsúrskurði 21. júlí 1808 var ákveðið, að hreppstjórum skyldi fækkað og þeir gerðir að föstum embættismönnum ríkisins. Á grundvelli þessa konungsúrskurðar gáfu amtayfirvöldin út rækilega erindisskrá eða

020-Tímabilið 1809-1872 Read More »

019-Hreppstjórn og hreppstjórar til 1809

Á dögum þjóðveldisins voru hrepparnir mjög óháðir öðrum stofnunum þjóðfélagsins og stjórnuðu sjálfir málum sínum. Æðsta vald í hreppsmálum höfðu fundir hreppsbænda, hinar svonefndu samkomur, sem haldnar voru reglulega þrisvar á ári, hin fyrsta á langaföstu (einmánaðarsamkoma), önnur eftir vorþing (vorsamkoma) og hin þriðja nálægt veturnóttum (haustsamkoma). Með málefni hreppsins fóru annars fimm bændur, sem

019-Hreppstjórn og hreppstjórar til 1809 Read More »

018-Þingstaðir og aftökustaðir

Fram til ársins 1811 var þingstaður hreppsins á Stokkseyri. Þar voru haldnar hinar föstu samkomur hreppsbúa, svo sem manntalsþingin, og þar voru dómþing háð. Fyrr á öldum fóru slík þingstörf fram undir beru lofti, og er talið, að þingstaðurinn hafi verið í svonefndum Þingdal, sem var dálítil lægð eða slakki norðan við húsið Bjarmaland í

018-Þingstaðir og aftökustaðir Read More »

017-Skipting Stokkseyrarhrepps

Stokkseyrarhreppur var öldum saman einn fjölmennasti hreppur landsins. Stóð þó mannfjöldi þar mjög í stað þar til á síðustu áratugum 19. aldar. En þá hefst þar mikill uppgangstími samfara örri fólksfjölgun, og olli því m. a. vaxandi sjávarútvegur og stóraukin verzlun bæði á Eyrarbakka og einkum á Stokkseyri, sem hófst þá upp sem fjölsóttur verzlunarstaður.

017-Skipting Stokkseyrarhrepps Read More »

016-Landnám og löghreppar

En hver var grundvöllur hreppaskiptingar eða á hverju byggðist hún? Þegar þess er gætt, að takmörk hreppa og fornra landnáma fara víðast hvar mjög náið saman, virðist svarið ótvírætt vera þetta: Hrepparnir eru orðnir til upp úr landnámunum. Þetta hefir orðið með þeim hætti, að afkomendur landnámsmanna, sifjaliðs þeirra og venzlafólks, er fylgdi þeim út

016-Landnám og löghreppar Read More »

015-Stokkseyrarhreppur og stjórn hans – Uppruni hreppa

,,Löghreppar skulu vera á landi hér.” Með þessum orðum hefst hreppaskila. þáttur Grágásar, hinna fornu þjóðveldislaga, og benda þau ásamt mörgu öðru til þess, að hreppar séu meðal elztu stofnana hér á landi. Eru flestir fræðimenn nú á dögum á þeirri skoðun, að þeir séu íslenzkir að uppruna, ein meðal hinna athyglisverðustu nýjunga í stjórnarháttum

015-Stokkseyrarhreppur og stjórn hans – Uppruni hreppa Read More »