Bjarki Sveinbjörnsson

006-Eftir aldarhelming

Hálf öld er liðin frá upphafi Ungmennafélags Stokkseyrar. En hvað þetta virðist ótrúlega stutt, þegar litið er til baka. Við gamlir Stokkseyringar, sem ungir fluttumst úr átthögum okkar, höfum margs góðs að minnast frá fyrri dögum austur þar. Fyrir hugarsjónum okkar rís oftlega mynd af litlum kaupstað, með grænum túnum og stórum matjurtagörðum. Við sjáum

006-Eftir aldarhelming Read More »

004-Litið yfir farinn veg

Árið 1904 urðu þáttaskil í sögu þjóðarinnar. Í febrúar, það ár, var innlend stjórn mynduð í fyrsta sinn, Íslandsbanki stofnaður og starfaði nú auk Landsbankans. Erlendar selstöðuverzlanir höfðu lagzt niður. 1906 komst landið í símasamband við umheiminn. Heildverzlanir við Þýzkaland og England án milligöngu um Danmörk, fyrst í smáum stíl, en vaxandi á hverju ári.

004-Litið yfir farinn veg Read More »

003-UMFS 50 ára

Upphafið að hugsjónum og starfi ungmennafélagsskaparins, er í beinu framhaldi af þeim þjóðlegu vakningaröldu sem margra alda niðurlægingu íslenzku þjóðarinnar var vakin af Fjölnismönnum og Jóni Sigurðssyni á öndverðri 19. öldinni. Áhrif þeirrar vakningar voru mikil og djúptæk, sem æska landsins var hugfangin af. Verkefni voru mörg: Fegrun móðurmálsins. Alhliða sókn fyrir frelsi landsins og

003-UMFS 50 ára Read More »

001-Ávarp

Á fyrstu árum aldarinnar var ferskur gróandi í félagsmálum íslenzku þjóðarinnar. Hvert félagið á fætur öðru var stofnað og starfsemi flestra þeirra stóð þegar í miklum blóma. Þótt mörg þeirra hafi nú gengið fyrir ætternisstapa, var einmitt á þeim árum lagður grundvöllur ýmissa þeirra félaga, sem enn í dag eru þróttmikil, starfandi samtök í efnahagslegu

001-Ávarp Read More »

026-Framfærslumál

Samkvæmt þjóðveldislögunum hvíldi framfærsluskyldan fyrst og fremst á ættinni, meira að segja allt til fimmmenninga, og fór það eftir sömu reglum sem um arftöku. En er ættina þraut að inna þessa skyldu af höndum, tók hreppurinn við og í sumum tilvikum þingsóknin eða fjórðungurinn eða jafnvel allt landið. Fátækum mönnum var skipt í tvo aðalflokka.

026-Framfærslumál Read More »

025-Hreppsmál

í hinum fornu þjóðveldislögum og Jónsbók er ekki getið beinlínis um önnur verkefni hreppa en framfærslumálin, sem hafa verið og eru enn í dag eitt af aðalviðfangsefnum þeirra. Þrátt fyrir það má ganga að því vísu, að þeir hafi látið fleiri mál til sín taka þegar á þjóðveldistímanum, og er þar einkum að nefna fjallskil

025-Hreppsmál Read More »