Bjarki Sveinbjörnsson

043-Landbúnaður

„Bóndi er bústólpi, bú er landstólpi,“ segir máltækið, og á það eins við í Stokkseyrarhreppi og annars staðar á landinu, þó að hreppurinn liggi að sjó og sjávarútvegur hafi jafnan að einhverju leyti verið stundaður þar og á köflum til verulegra muna. Engu að síður hefir þó landbúnaðurinn verið kjölfesta og undirstaða undir afkomu fólksins. […]

043-Landbúnaður Read More »

041-Vestmannaeyjabáturinn og Hótel Stokkseyri

Vestmannaeyingar áttu lengi við erfiðar samgöngur að búa, þótt nú hafi loks verið bót á því ráðin. Verst horfði í því efni, er heimsstyrjöldin síðari brauzt út. Þá hættu millilandaskipin að sigla til Evrópulanda, en lögðu leið sína vestur um haf, svo að Vestmannaeyjar hurfu úr siglingaleið þeirra. Flugferðir voru í byrjun og enginn flugvöllur

041-Vestmannaeyjabáturinn og Hótel Stokkseyri Read More »

040-Farartæki og fólksflutningar

Eina farartæki Íslendinga á landi fram til loka síðustu aldar og víðast hvar lengur var hesturinn, sem af því hlaut verðskuldað heiðursnafn og var kallaður þarfasti þjónninn. Án hestsins hefði þjóðin verið illa sett og naumast getað lifað menningarlífi í strjálbýlu, vegalausu landi. Þess er þó ekki að dyljast, að þær samgöngur, sem byggðust á

040-Farartæki og fólksflutningar Read More »

38-Forusta í sveitarmálum

Eins og áður er tekið fram, eru sveitarstjórnarmál nú orðin næsta fjölþætt og starf það, er á hreppsnefndum hvílir, ábyrgðarmikið og oftlega vandasamt. Mikils er því um það vert, að til trúnaðar og forustu í sveitarmálum veljist hæfileikamenn að skynsemd og framkvæmd. Í Stokkseyrarhreppi hefir jafnan verið völ slíkra manna, en á síðastliðnum þremur áratugum

38-Forusta í sveitarmálum Read More »

035-Húsbyggingar

Stokkseyrarhreppur hefir átt nokkrar húseignir, en af þeim, sem hann hefir sjálfur látið reisa, er varla ástæða til að nefna aðrar en skólahús og samkomuhúsið „Gimli“. Um skólahúsin verður nánar getið í öðru sambandi. Samkomuhúsið „Gimli“, sem síðan varð þinghús hreppsins, byggði hreppurinn í samvinnu við Ungmennafélag Stokkseyrar árið 1921, og átti hvor aðili sinn

035-Húsbyggingar Read More »