Austantórur
Texti bókarinnar mun birtast hér
Sjá kvikmyndina Fyrsta ferðin var farin 25. júní 1944 undir stjórn Sturlaugs Jónssonar. Þátttaka að sunnan var mjög mikil, matazt var í Hótel Stokkseyri um hádegisbilið, síðan var haldið austur á Baugsstaðakamp og fór þar fram fjölmenn útisamkoma við vitann, með ræðum og söng, en um kvöldið var samkoma í „Gimli“, og fóru þar fram
Áður en skilizt er við sögu þessa, skal hér að lokum segja nokkuð frá Stokkseyringafélaginu í Reykjavík og starfsemi þess. Þegar þess er gætt, að Stokkseyringafélagið er myndað af útflytjendum úr aðeins einu hreppsfélagi til höfuðstaðarins, er það í rauninni undravert, hve miklu það hefir komið í verk. Ekkert nema einhuga bjartsýni og dugnaður samfara
Vafalaust hefir skák verið iðkuð sem dægrastytting á Stokkseyri frá ómunatíð eins og annars staðar á landinu. Þegar útræði var þar sem mest á síðustu áratugum 19. aldar og vermenn víðs vegar af Suðurlandi söfnuðust þangað á vertíðinni, var algengt, að þeir gripu til skáktaflsins til þess að stytta sér stundir, þegar frátök voru. Á
Tvö skátafélög störfuðu á Stokkseyri um nokkurt skeið, Skátafélagið „Svanir“ og Kvenskátafélagið „Liljur“. En þau eru bæði liðin undir lok fyrir mörgum árum. Skátafélagið „Svanir“ var stofnað á aðfangadag jóla 1935 af Hlöðver Sigurðssyni skólastjóra, og voru stofnendur auk hans 7 drengir úr elztu deildum barnaskólans. Var Hlöðver formaður félagsins eða deildarforingi, þar til er
Bjartsýn á framtíð lands og þjóðar flykkti íslenzk æska sér undir merki ungmennafélagshreyfingarinnar á morgni þessarar aldar. Kveikingu þeirrar hreyfingar má rekja til norskra æskulýðsfélaga og lýðháskólanna dönsku, en í eðli sínu og framkvæmd var hún ávöxtur innlendrar þjóðernisvakningar, sem hófst með Fjölnismönnum, þróaðist með sjálfstæðisbaráttu Jóns Sigurðssonar og kveikti eldmóð með stórhuga hvatningaljóðum aldamótaskáldanna.
Árið 1904 er merkisár í félagsmálasögu Stokkseyrar. Þá eru með skömmu millibili stofnuð tvö félög, sem starfa bæði enn í dag og hafa unnið mikið starf í þágu menningar og framfara í byggðarlaginu, Verkalýðs- og sjómannafélagið „Bjarmi“, sem nú heitir svo, og Kvenfélag Stokkseyrar. Kvenfélagið hafði fyrst og fremst mannúðarmál á stefnuskrá sinni, og verkefni
Saga verkalýðshreyfingar hér á landi hefst með Bárufélögunum svonefndu nokkru fyrir síðustu aldamót. Það voru sjómannafélög, sem stofnuð voru í helztu verstöðvunum á Suðvesturlandi til þess að tryggja kaup og kjör sjómanna á skútum og síðar á togurum, eftir að þeir komu til sögunnar. Fyrsta félagið, Báran nr. 1, var stofnað í Reykjavík 1894, og
Hinn 21. des. 1902 var stofnað félag, sem hlaut nafnið Málfundafélagið á Stokkseyri, kallað líka öðru nafni Talfélagið, og voru stofnendur 20 talsins. Ekki er mér kunnugt um, hverjir voru aðalhvatamenn að félagsstofnuninni. Tilgangur félagsins var að æfa menn í að tala og einnig að fræða og skemmta. Stofnendur voru lausir við inntökugjald, en aðrir,