078-Vísur Magnúsar Teitssonar 1891

Síðla vertíðar 1891 orti hinn þjóðkunni hagyrðingur Magnús Teitsson formannavísur um alla þáverandi Stokkseyrarformenn, og eru þær með vissu ortar síðar en vísurnar hér á undan. Í vísum Magnúsar eru taldir 43 formenn, og vantar þar tvo af þeim, sem taldir eru í hinum vísunum, þá Guðmund Gunnarsson í Hæringsstaðahjáleigu, sem mun hafa hætt við formennsku þessa vertíð að nokkru eða öllu leyti, og Sigurð Grímsson í Borg, sem drukknaði á vertíðinni hinn 25. marz. Ekki telur Magnús heldur Finn í Stardal, sem byrjaði skömmu síðar. Má af þessu marka, að vísurnar eru ortar mjög stuttu eftir drukknun Sigurðar. Vísur Magnúsar eru ortar undir hagkveðlingahætti og eru bezt kveðnu formannavísur frá Stokkseyri. Þær hafa verið prentaðar tvívegis áður, sem mér er kunnugt um.[note]Ísl. sagnaþættir og þjóðsögur V, 40-47, eftir handriti frá Kristjáni í Bár; Saga Eyrarbakka II, 34-36.[/note]

Þar skal heyra þjóðin svinn þá,
sem keyra um skervöllinn
fiska leira fákinn sinn
frá Stokkseyri um veturinn.

*

Adólf keyrir kaðla jó,
kalt þó heyrist Ránar hó,
öðrum meiri áls um mó
á Stokkseyri halur bjó.

Afla notar alvanur
ára gota fram setur
á keilu slotið kappmenntur
frá Keldnakoti Bernharður.

Bensi ferðast fiska um lá,
fín þó skerðist lognin blá,
aðsókn herðir ötull sá
Íragerði vestra frá.

Askinn fjarða um ýsu lá,
ei þó skarði bylgjan há
blágóms jarðir beitir á
Bárður Garði ytra frá.

Út á stikar ægi lon
á ára blika í happavon,
breið þó lyki Báleygs kvon,
Bjarni Nikulásarson.

Brátt ef slotar bylgjan há,
ber sig ota landi frá
báru gota á birtings lá
Bjarni koti Hellu frá.

Flæðar brúsa fram brunar
frekt og knúsar bárurnar
bjargarfús um breiðan mar
Bjarni í húsi Símonar.

Ört, nær liggur aldan stinn,
ára Frigg á skervöllinn
otar hygginn æ hvert sinn
Einar, byggir Pálsbæinn.

Fokku barða fetar á,
frek nær skarðar kólgan há,
alúð sparði enga sá
Einar Garðhúsunum frá.

Siglu bolla um síla lá
setur hollt í aflastj á
með ýta stolta á öldu blá
Einar holti Borgar frá.

Borða kjóa beita má,
breið þó hói aldan grá,
geddu flóa gruggið á
Grímur Móakoti frá.

Ára kiði á öldu knur
ýtir sniðugt hugaður,
straums á iðu stöðugur,
Steindórs niður Guðmundur.

Oft þó heyrist hrönnin blá,
Halldór keyrir neglu má,
frá Stokkseyrarseli sá
siglir leirinnmjaldursá.

Þó ægir vaði öflugur,
áranaðinn fram setur
á keilu traðir kappsamur
Kalastaða-Hallgrímur.

Hannes eigi hræðast má,
hátt þó geyi röstin blá,
ryður fleyi Roðgúl frá
rastar veginn breiðan á.

Ingvar Karels kundur snar,
kalt þó svari hafmeyjar,
lætur fara fokku mar
fram á þara leiðirnar.

Létt þó blundi báru són,
borða hundi, laus við tjón,
Vernharðs kundur vaskur
Jón vel fær hrundið sels á lón.

Hvals áfrón hinn hugdjarfi,
hlunna ljóni stýrandi,
gildur þjónar gæfunni
gætinn Jón í Framnesi.

Eins þó láar ærist knur,
aflann háa Jón finnur,
Holti frá um haföldur
hestinn ráa fram setur.

Jón þó sveimi jötuns gól
jóinn teymir ára á ról
ekki feiminn áls á ból,
á nú heima í Rauðarhól.

Á húnakiði ei hræðist tjón,
hátt þó iði bylgju són,
þræðir sniðugt þorska lón
Þórðar niður ungur Jón.

Flæðar keyrir fákinn sinn
á fiska leirinn vel heppinn,
þó jötuns heyrist jögunin,
Jón Stokkseyrar húsbóndinn.

Dvergasteinum dregur frá,
djarft þó veini bylgjan há,
Jón með sveina um síla lá
sinn að reyna kaðla má.

Jafnt þó brúsi báru frón,
borða krús á mjaldurs lón
ýtir fús með afla bón
á Móhúsum bóndi Jón.

Eins þó blekki báran há,
bila ekki stjórnin má,
öllum þekkur ýtum sá
ungur Kekki Jón er frá.

Þó virða lýi veðra þrá,
vizkutiginn sigla má
húna kríu á höfin blá
hann Júníus Seli frá.

Áls um bungu æ forsjáll
áralungi beitir þjáll,
þó seltu drungi sýnist háll,
sonur ungur Þórðar Páll.

Pálmar keyrir kaðla dýr,
kaldan þeyrinn ekki flýr,
áls á leirinn ötull, skýr,
á Stokkseyri núna býr.

Skipshöfn Júníusar Pálssonar á Syðra-Seli. Standandi frá vinstri: Eiríkur Jónsson bóndi í Langholti í Hrunamannahreppi, Markús Þórðarson Grímsfjósum, Júníus Pálsson formaður, Gunnar Gunnarsson Vegamótum, Guðmann Jónsson, nú í Grindavík. – Standandi: Bjarni Guðmundsson Sandlæk, Jón Siguðrsson Skarkaðarhúsum, Ólafur Þorsteinsson Hömrum, Friðrik Guðmundsson Hól, Ketill Gunnlaugsson Fossi, Helgi Björnsson úr Fljótshlíð, Ólafur Brynjólfsson Miðbýli á Skeiðum, Oddur Þórðarson Þrándarholti, Sigurður Jónsson Grímsfjóstum og Siggeir Þorkelsson Hraungerði.

Dreka hnellinn ára á,
þó aldan skelli flúðum hjá,
mjaldurs svellið miðar á
Magnús Helli kominn frá.

Magnús beitir ára örn,
áls um bleytu reynir vörn,
borinn Teiti, um birtings tjörn,
þó báran þeyti reiðigjörn.

Hafs á fletin hugdjarfur
hlunnjó setur öflugur,
aflann metur auðfengur,
Árna getinn Sigurður.

Sigurð glaðan met eg minn
más um traðir vel heppinn
keipa að hlaða karfann sinn,
Kalastaða-húsbóndinn.

Fokku hundinn fram setur,
fyrr en blundar Hræsvelgur,
hafs á grundu hugaður
Hinriks kundur Sigurður.

Teignum beina ferðast frá,
frek þó kveini aldan blá,
Siggi á hreina sela lá
sigluteina jórnum á.

Hrauk frá gengur hugaður,
hót ei lengur við dvelur,
síls á engi Sigurður
sínum drengja hóp meður.

Upp þó skvettist ýsu frón,
orkumettur, laus við tjón
aflar þétt á ára ljón
einn frá Stéttum Sigurjón.

Eins þó bramli aldan blá,
ekki hamla ferðum má
djarft að svamla um síla lá
Símon Gamla-Hrauni frá.

Lungi hröðum ára á,
oft með glöðum huga sá,
lýsu tröðum löngum á
Leiðólfsstöðum Snorri frá.

Sturlaug fúsan svo eg sá
siglu brúsa um löginn blá
stýra húsum Starkaðs frá,
stór ei knúsast gæfan má.

Þórður ráar þægum gaut
þeysa náir laus við staut
Skipum frá um laxa laut,
liðugt gáir, tefji braut.

Torfi Söndu treður frá,
tjóni og gröndum horfinn þá,
keipa bröndu sína sá
setur löndin karfa á.

Öldu glaði ýta má,
ei hann skaðar bylgjan há,
þó með hraða um þorska
Þórður Traðarholti frá.

Þröst á fjala þrátt gengur
Þorkell valinn Magnús bur,
hátt þó gali Hræsvelgur,
heppinn talinn formaður.

*

Ýta og fljóðin æ hvert sinn
annist góður drottinn minn,
svo má þjóðin þýð og svinn
þilja ljóðin stirðkveðin.

Leave a Reply

Close Menu