Móhús

Móhús

Móhús voru hjáleigur tvær frá Stokkseyri, Vestri-Móhús og Eystri-Móhús, nefndar fyrst í bændatali 1681, nafnið ritað þar Moshús eða Móshús. Í Þingb. Árn. 7. des. 1702 og Jarðab. ÁM. er vestra býlið nefnt Stóru-Móhús, en í síðarnefndu heimildinni er eystra býlið nefnt Litlu-Móhús. Í manntali 1703 eru býli þessi nefnd Móahús vestri og Austari-Móahús og í húsvitjunarbók 1829 Vestur-Móhús og Austur-Móhús. Hjáleigur þessar hafa upphaflega verið eitt býli, en þegar á hjáleigutímabilinu hefir því verið skipt í tvennt, eins og átt hefir sér stað um Götu, Íragerðí og Rauðarhól. Sjá að öðru leyti Vestri-Móhús og Eystri-Móhús.

Leave a Reply

Close Menu