Vestri-Móhús

Vestri-Móhús

Vestri-Móhús voru hjáleiga frá Stokkseyri og nefndust fyrrum Stóru-Móhús til aðgreiningar frá Litlu-Móhúsum, er nefndust síðar Eystri-Móhús (Þingb. Ám. 7. des. 1702 og Jarðabók ÁM. 1708), en upphaflega voru bæði þessi býli ein hjáleiga, sjá Móhús. Vestri-Móhús fylgdu austurparti Stokkseyrar og urðu því eign Jóns hreppstjóra Þórðarsonar, er hann keypti þann hluta Stokkseyrar árið 1848. Eftir daga Stokkseyrarhjóna, Adólfs Petersens og Sigríðar Jónsdóttur frá Móhúsum, gengu Vestri-Móhús til Adólfs, sonar þeirra, en frá honum til barna hans, Jóns Guðmundar, er fór til Ameríku, og Önnu, konu Jóns Pálssonar bankagjaldkera í Reykjavík. Árið 1902 keypti Jón Pálsson helming Jóns Guðmundar, og eignaðist hann og kona hans þar með alla hjáleiguna. Árið 1935 seldi Jón Pálsson hana mági sínum, Jóni kaupmanni Adólfssyni í Vestri-Móhúsum, og er ekkja hans, Þórdís Bjarnadóttir, nú eigandi hennar.

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Close Menu