Eystri-Móhús

Eystri-Móhús

Þau voru hjáleiga frá Stokkseyri, og er þeirra getið fyrst í manntali 1703 með nafninu Austari-Móahús. Í Jarðabók ÁM. 1708 nefnist býlið Litlu-Móhús, og mun það vera hið upphaflega nafn þess, þar eð sýnilegt er, að það hefir í öndverðu verið byggt úr Vestri-Móhúsum, sem nefndust forðum Stóru-Móhús til aðgreiningar frá nýja býlinu. Nafnið Austur-Móhús er notað í húsvitjunarbók 1829. Sjá að öðru leyti um þetta við Móhús. Eystri-Móhús fylgdu vesturparti Stokkseyrar. Árið 1793 seldi mad. Þórdís Jónsdóttir í Dvergasteinum hjáleigurnar Eystri- Móhús og Götu. Í tilefni af því spurðust tengdasynir hennar, þeir Jón Ingimundarson á Stokkseyri og Helgi Sigurðsson í Brattsholti, fyrir um það hjá sýslumanni, hvort þeir hefðu rétt til að innleysa til sín hjáleigurnar. Kvað sýslumaður þá hafa rétt til þess að innleysa þær með sama verði og þær voru seldar, þar eð eiginkonur þeirra væru óðalbornar til hjáleignanna (Bréfab. Árn. 26. marz 1793). Standa létu þeir söluna á Götu og sennilega á báðum hjáleigunum, því að ekki voru Eystri-Móhús í eigu mad. Þórdísar, þá er hún lézt. Bráðlega hefir þó hjáleiga þessi sameinazt aftur Stokkseyrareigninni, og síðan 1935 hefir hún verið eign ríkissjóðs ásamt henni.

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Close Menu