134-Lestrarfélag Stokkseyrar
Ekki hefir tekizt að uppgötva með vissu, hvenær Lestrarfélag Stokkseyrar var stofnað eða hverjir áttu frumkvæði að því. Þórdís Bjarnadóttir í Móhúsum taldi, að það mundi að líkindum hafa verið stofnað um eða rétt fyrir aldamótin. Arnheiður Jónsdóttir frá Stokkseyri hyggur, að Jóhann V. Daníelsson, síðar kaupmaður á Eyrarbakka, muni hafa beitt sér fyrir því. […]


