Bjarki Sveinbjörnsson

134-Lestrarfélag Stokkseyrar

Ekki hefir tekizt að uppgötva með vissu, hvenær Lestrarfélag Stokkseyrar var stofnað eða hverjir áttu frumkvæði að því. Þórdís Bjarnadóttir í Móhúsum taldi, að það mundi að líkindum hafa verið stofnað um eða rétt fyrir aldamótin. Arnheiður Jónsdóttir frá Stokkseyri hyggur, að Jóhann V. Daníelsson, síðar kaupmaður á Eyrarbakka, muni hafa beitt sér fyrir því. […]

134-Lestrarfélag Stokkseyrar Read More »

132-Félagasamtök

Margra félagssamtaka á Stokkseyri hefir áður verið getið í riti þessu, einkum í sambandi við atvinnuvegina, landbúnað, sjávarútveg og verzlun. Hafa þau samtök beinzt að eflingu atvinnulífsins eða einstakra þátta þess og unnið margvíslegt gagn hvert á sínu sviði. En auk þess hafa starfað eða eru starfandi mörg félög, sem hafa fyrst og fremst menningarmál

132-Félagasamtök Read More »

131-Bókmenntir

Ekki er um auðugan garð að gresja um bókmenntir í Stokkseyrarhreppi fyrr á tímum. Þaðan er engin forn skinnbók komin, svo að menn viti, engin saga rituð, nema ef vera kynni Flóamanna saga, engar rímur ortar, enginn annáll skráður. Í hreppnum var aldrei neitt menntasetur, er menn gætu sótt til fyrirmynd eða hvatning til bóklegrar

131-Bókmenntir Read More »

130-Leikstarfsemi

Þeir, sem eitthvað hafa unnið að leiksýningum, skilja öðrum fremur, hvílíkum örðugleikum slík starfsemi er háð, þar sem heita má, að öll ytri skilyrði til hennar vanti, enginn kunnáttumaður um leikstjórn, enginn þjálfaður leikari, engir búningar eða áhöld, ekkert leikhús, en húsnæðið skólastofa eða lítill fundarsalur. Þannig háttaði víðast hvar til hér á landi á

130-Leikstarfsemi Read More »

127-Barnaskólinn á Stokkseyri

Í fundargerð skólanefndar barnaskólans í Stokkseyrarhreppi hinum forna 1.nóv. 1878 segir svo: „Ísleifur Vernharðsson er af nefndinni fenginn til að kenna börnunum í vetur í Stokkseyrardeildinni. Var skólinn þar settur af sóknarprestinum með ræðu þann 17. október 1878, eftir að þau 16 börn, sem í hann ganga, höfðu verið yfirheyrð í bóklestri og þeim raðað.“Þetta

127-Barnaskólinn á Stokkseyri Read More »

126-Upphaf skólahalds í Stokkseyrarhreppi

Allt frá því er skólahald hófst í Stokkseyrarhreppi hinum forna árið 1852 og þangað til hreppnum var skipt árið 1897, starfaði barnaskóli þar lengst af á tveimur stöðum, önnur deildin á Eyrarbakka, en hin á Stokkseyri, og eru núverandi barnaskólar á þessum stöðum beint framhald af þeim. En þó að deildirnar væru tvær, áður en

126-Upphaf skólahalds í Stokkseyrarhreppi Read More »

125-Alþýðufræðsla fyrr á tímum

Svo má heita, að öll menntun almúgans fyrr á tímum væri fengin í heimahúsum, lengstum með nokkru eftirliti af hálfu presta. Það eftirlit var þó einkanlega bundið við kunnáttu í kristnum fræðum, spurningar um trúarleg atriði í kirkjum og við húsvitjanir. Í kaþólskum sið var talsvert eftirlit í þessum efnum og ákveðnar kröfur gerðar til

125-Alþýðufræðsla fyrr á tímum Read More »