47-Skemmtanir
Þótt skemmtanir væri eigi „daglegt brauð“ Bakkamanna eða „Flóafíflanna“, var það eigi á þeim að sjá eða heyra, að þeir liðu tilfinnanlega vegna slíks skemmtanaleysis. Þeir höfðu aðrar og betri skemmtanir, – og þær daglega, – en dans og önnur fíflalæti, sem nú má segja, að sé ekki einungis daglegt brauð fjölda hinna yngri manna, […]