Bjarki Sveinbjörnsson

47-Skemmtanir

Þótt skemmtanir væri eigi „daglegt brauð“ Bakkamanna eða „Flóafíflanna“, var það eigi á þeim að sjá eða heyra, að þeir liðu tilfinnanlega vegna slíks skemmtanaleysis. Þeir höfðu aðrar og betri skemmtanir, – og þær daglega, – en dans og önnur fíflalæti, sem nú má segja, að sé ekki einungis daglegt brauð fjölda hinna yngri manna, […]

47-Skemmtanir Read More »

46-Barnaskólarnir á Bakkanum

Nokkru eftir að Guðmundur Thorgrímsen fluttist búferlum til Eyrarbakka, tók hann að vinna að því ásamt þeim séra Páli Ingimundarsyni í Gaulverjabæ og Þorleifi Kolbeinssyni á Stóru-Háeyri, að barnaskóla væri komið á stofn í sókninni, Tókst þeim það svo vel, að árið 1852 var skólinn settur að Stóru-Háeyri og í húsum Þorleifs Kolbeinssonar. Var það

46-Barnaskólarnir á Bakkanum Read More »

44-Ábyrgðarfélag opinna róðraskipa

Stofnandi þess og aðalumsjónarmaður var P. Nielsen gamli. Þótt aldrei væri hann sjómaður, lét hann sér svo annt um allt það, er að sjómennskunni laut þar eystra, og hafði enginn, hvorki fyrr né síðar, sýnt því máli jafnmikinn áhuga. Sérstaklega voru það bjargráðin og umbætur allar, sem hann bar mjög fyrir brjósti. Hvort nokkuð er

44-Ábyrgðarfélag opinna róðraskipa Read More »

42-Sjómannaskóli Árnessýslu

Þegar ég sá fjölda ungra manna vikum saman aðgerðalausa í landlegunum að öðru leyti en að fást við áflog, spilamennsku og einskis nýtar skemmtiiðkanir aðrar, blöskraði mér svo, að ég stofnaði skóla nokkurn, er hlaut nafnið „Sjómannaskóli Árnessýslu“. Starfaði hann í öllum veiðistöðum sýslunnar: Loftsstöðum, Stokkseyri, Eyrarbakka og Þorlákshöfn, Kennslugreinar voru einkum reikningur, réttritun, landafræði

42-Sjómannaskóli Árnessýslu Read More »

41-Sveitablöð

Það var í sambandi við bindindisstarfsemina og stúkulífið: á Eyrarbakka, að árið 1890 var stofnað handskrifað sveitablað, tvær ritaðar síður í arkarbroti, og sent um alla sýsluna til lesturs. Blað þetta hét ýmsum nöfnum, svo sem Gangleri, Kveldúlfur og Bergmálið. En því voru nöfnin svo breytileg og mörg, að ritstjóri þeirra – sá, er þetta

41-Sveitablöð Read More »

40-Félagslíf

Eyrarbakkaverzluninni hefur einatt verið fundið það til foráttu, að hún hafi gert fullmikið að því að flytja brennivín til landsins og þannig beinlínis stuðlað að miklum og almennum drykkjuskap. Sízt af öllu ber mér að neita þessu eða bera í bætifláka fyrir hana í þessum efnum, en þó uggir mig, að það hafi engu síður

40-Félagslíf Read More »

38-„Vínbruggunin“ á Bakkanum

Í norðurenda nýlenduvörubúðarinnar á Eyrarbakka var allstórt afþiljað svæði, sem kallað var „kjallarinn“. Þetta var þó eigi hinn raunverulegi vínkjallari. Hann var aðeins undir nokkrum hluta svæðisins og að nokkru eða mestu leyti undir enn stærra húsi, sem sé vörugeymsluhúsinu. Inn um vesturhlið kjallarans lá járnbraut alla leið neðan frá sjó um portið og inn

38-„Vínbruggunin“ á Bakkanum Read More »