Stjörnusteinar
Stjörnusteinar eru aðeins nefndir í frásögninni um landnám í Stokkseyrarhreppi í Landnámabók og Flóamanna sögu eftir henni ( Íslendinga sögur I, 220; XII, 7), enda munu þeir snemma hafa lagzt í eyði. Gerðum Landnámabókar ber ekki saman um, hvort Stjörnusteinar eða Stokkseyri sé hinn eiginlegi landnámsbær. Sturlubók ein segir, að Hásteinn Atlason landnámsmaður hafi búið […]






