Teitssel

Teitssel

Teitssel var hjáleiga frá Hæringsstöðum. Í Jarðabók ÁM. 1708 segir, að hjáleiga þessi hafi verið byggð fyrir minni þálifandi manna. ,,Býlið var kennt við hann (þ. e. Teit), en því nefnt af seli, að það lá nærri selstöðunni. Byggðin varaði ekki fullt árið, og hefir hér hvorki byggt verið áður né síðar.”

Á síðari hluta 18. aldar var byggt þarna nýtt býli, sem nefndist Brú eða Brúarhóll. Í Jarðatali Johnsens 1847 er nafnið Teitssel sett innan sviga sem annað nafn á Brú.

Leave a Reply

Close Menu