Töpp
Töpp er aðeins nefnd í Jarðab. ÁM. 1708. Samkvæmt því, sem þar segir, fór þurrabúð þessi í eyði árið 1706. Byggð hlýtur að hafa staðið þar mjög stuttan tíma, því að hennar er ekki getið í manntali 1703.
Töpp er aðeins nefnd í Jarðab. ÁM. 1708. Samkvæmt því, sem þar segir, fór þurrabúð þessi í eyði árið 1706. Byggð hlýtur að hafa staðið þar mjög stuttan tíma, því að hennar er ekki getið í manntali 1703.
Túnprýði er byggð árið 1900 af Jóni formanni Hinrikssyni frá Ranakoti. Þar bjó Jón til dauðadags árið 1940.
Tún er byggt árið 1901 af Jóni Vigfússyni frá Borgarholti, síðar fisksala í Reykjavík. Jón dó fyrir sunnan 16. maí 1936 og var jarðaður á Stokkseyri. Grafreitur hans er skammt frá sáluhliði, þar sem leiði Stokkseyrar-Dísu hafði verið. Höfðu menn jafnan sneitt hjá að grafa lík á þeim stað vegna gamallar hjátrúar.
Traðarhús eru einn af Beinateigsbæjunum. Bæ þennan byggði Gústaf Árnason trésmiður árið 1891 og nefndi Ártún, en seldi hann 1898 Brynjólfi Gunnarssyni, er gaf honum nafnið Traðarhús. Stundum var húsið kennt við Brynjólf og kallað Brynkahús.
Torfabær var kenndur við Torfa Nikulásson frá Eystra-Stokkseyrarseli, er byggði hann árið 1884, þar sem Sanda hafði áður verið. Árið 1888 var gamla nafnið Sanda tekið upp á býli þessu.
Tjörn er byggð árið 1884 af mad. Ingibjörgu, ekkju síra Gísla Thorarensens á Ásgautsstöðum, og Páli, syni hennar. Seinna var bærinn kenndur við hann og kallaður Pálsbær, en Tjarnarnafnið hélzt þó, er nýtt býli var reist þar hjá.
Tjarnir voru byggðar árið 1899 af Þorsteini Jónsyni úr Landeyjum. Árið eftir kom þangað Guðmundur Pálsson, einnig Landeyingur. Hann skírði bæinn upp árið 1905 og kallaði Vatnsdal, sem hann hefir síðan heitið.
Tjarnarkot var byggt árið 1887 af Gamalíel Jónssyni frá Oddagörðum, og bjó hann þar til 1932 eða 1933, og fór kotið þá í eyði. Gamalíel var hringjari í Stokkseyrarkirkju. Hann var stór maður vexti, ágætur söngmaður og hafði mikla leikarahæfileika, vinsæll og mesti heiðursmaður. Tvíbýli var í Tjarnarkoti á árunum 1899-1926. Bjuggu þar þá í
Tíðaborg var þurrabúð í Stokkseyrarheiði og var í byggð aðeins tvö ár, 1820-22. Þar bjó Jón Brandsson yngri frá Roðgúl. áður bóndi í Ranakoti efra. Sagt er, að byggðin þar hafi lagzt af vegna reimleika (sbr. Ísl. sagnaþ. og þjóðs. VIII, 105).
Sætún er byggt um 1945-46 af Guðmundi Valdimarssyni frá Norðurgarði á Skeiðum upp úr elzta Beinateigsbænum, sem um leið var færður lítið eitt úr stað og skírður þessu nafni.