Tjarnarkot

Tjarnarkot

Tjarnarkot var byggt árið 1887 af Gamalíel Jónssyni frá Oddagörðum, og bjó hann þar til 1932 eða 1933, og fór kotið þá í eyði. Gamalíel var hringjari í Stokkseyrarkirkju. Hann var stór maður vexti, ágætur söngmaður og hafði mikla leikarahæfileika, vinsæll og mesti heiðursmaður. Tvíbýli var í Tjarnarkoti á árunum 1899-1926. Bjuggu þar þá í annarri þurrabúð hjónin Guðmundur Vigfússon frá Valdakoti í Flóa og Jóhanna Guðmundsdóttir í Útgörðum, Steindórssonar. Bær þeirra var rifinn um 1928.

Leave a Reply

Close Menu