021-Tímabilið eftir 1872

Þess var eigi lengi að bíða, að landsmenn yrðu óánægðir með hreppstjóratilskipunina, og samfara frelsishreyfingum 19. aldar urðu kröfurnar um endurheimt sjálfstæði hreppanna stöðugt ákveðnari. M. a. ritaði Jónas Hallgrímsson skörulega grein, ,,Fáein orð um hreppana á Íslandi”, í Fjölni 1835 og lagði til, að hreppstjórar yrðu kosnir á vorsamkomu í sveitum, eins og áður hafði verið. Eftir að alþingi var endurreist 1845, var málið oft til umræðu, einkum á þingunum 1853 og 1855, en danska stjórnin vildi ekki fallast á þær endurbætur, sem þingmenn báru fram. Um þetta stóð í þófi milli þings og stjórnar í mörg ár, en loks var málið farsællega leyst með tilskipun um sveitarstjórn á Íslandi 4. maí 1872.[note] Lovsaml. for Island XXI, 354-378.[/note] Vald í sveitarstjórnarmálum var nú fengið í hendur kjörnum hreppsnefndum, sýslunefndum og amtsráði. Hrepparnir endurheimtu nú að miklu leyti sitt forna sjálfstæði, og er þetta sú skipan, sem landsmenn búa við enn í dag í flestum greinum. Þess skal þegar getið, að amtsráðin voru afnumin með lögum 1905, eftir að stjórnin var flutt inn í landið, og er því ekki ástæða til að ræða frekar um þau hér.

Með sveitarstjórnarlögunum frá 1872 varð sú meginbreyting á hreppstjóraembættinu, að það var algerlega aðgreint frá sveitarstjórninni. Hreppstjórar urðu áfram starfsmenn ríkisins og hafa síðan eingöngu farið með umboðsstörf af þess hálfu, lögreglueftirlit, umsjón með opinberum eignum og því um líkt. Eftir að þessi skipan komst á, hafa þessir menn verið hreppstjórar Stokkseyrarhreppi:

  • Þorleifur Kolbeinsson, Háeyri, 19/11 1873-dauðadags 9/3 1882.
  • Jóhann Þorkelsson, Mundakoti, settur 1882.
  • Guðmundur Ísleifsson, Háeyri, 1882-1897.

Eftir skiptingu hreppsins:

  • Jón Jónasson kaupmaður, Stokkseyri, 1897-1930.
  • Jón Sturlaugsson hafnsögumaður, Vinaminni, 1930-1933, sagði af sér embættinu.
  • Árni Tómasson, Bræðratungu 1933-.
Hið almenna vald í sveitarstjórnarmálum var nú lagt í hendur hreppsbúa sjálfra, sem kjósa nefnd manna til þess að stjórna málum sínum. Kallast hún hreppsnefnd og var í Stokkseyrarhreppi lengi vel skipuð 5 mönnum, er kosnir voru til 6 ára í senn. En með lögum frá 1936 var kjörtímabil hreppsnefndarmanna ákveðið 4 ár, og hefir svo verið síðan. Jafnframt ákvað hreppsnefndin í Stokkseyrarhreppi með samþykki sýslunefndar að fjölga nefndarmönnum upp í 7. Áður höfðu kosningar til sveitarstjórnar þar í hreppi farið fram í heyranda hljóði og allt til kosninganna, sem fram fóru 16. júní 1934, en samkvæmt áðurnefndum lögum skyldu þær vera leynilegar. Allar þessar breytingar komu fyrst til framkvæmda við hreppsnefndarkosningarnar 30. jan. 1938. Voru þá í fyrsta sinn kjörnir 7 menn til 4 ára með leynilegri kosningu og jafnframt listakosning við höfð í fyrsta sinn. Hefir engin breyting orðið á þeirri tilhögun síðan.

Nú skal segja, hverjir verið hafa hreppsnefndarmenn í Stokkseyrarhreppi, síðan sveitarstjórnarlögin frá 1872 gengu í gildi, eftir því sem heimildir leyfa.

  • Þorleifur Kolbeinsson, Háeyri, 1874-1882.
  • Þórður Pálsson, Brattsholti, 1874-1881.
  • Páll Jónsson, Syðra-Seli, 1874-1883.
  • Páll Eyjólfsson, Eystra-Íragerði, 1874-1877.
  • Þorkell Jónsson, Óseyrarnesi, 1874-1877.
  • Jón Björnsson prestur, Ásgautsstöðum, 1877-1882.
  • Grímur Gíslason, Óseyrarnesi, 1877-1889.
  • Jón Jónsson, Holti, 1881-1910.
  • Jón Þorkelsson, Vestri-Móhúsum, 1882-1892.
  • Jóhann Þorkelsson, Mundakoti, 1882-1889.
  • Guðmundur Ísleifsson, Háeyri, 1883-1885, baðst lausnar úr nefndinni.
  • Einar Jónsson borgari, Eyvakoti, 1885-1897.
  • Gizur Bjarnason, Litla-Hrauni, 1889-1895.
  • Jón Sveinbjörnsson, Litlu-Háeyri, 1889-1893, fluttist burt úr hreppnum.
  • Guðjón Ólafsson, Hólmsbæ, 1892-1893, baðst lausnar úr nefndinni.
  • Benedikt Benediktsson, Vestra-Íragerði, 1893-1897.
  • Páll Andrésson, Nýjabæ, 1893-1894, drukknaði í fiskiróðri 11/4 1894.
  • Júníus Pálsson, Syðra-Seli, 1894-1897.
  • Ólafur Helgason prestur, Stóra-Hrauni, 1895-1897.

Eftir að hreppnum var skipt, er þannig háttað heimildum um þetta efni, að gerðabók hreppsnefndar Stokkseyrarhrepps er glötuð fram til ársins 1915, en til er hins vegar kosningagerðabók hreppsins, sem hefst árið 1907. Heimildir um hreppsnefndarkjör vantar því algerlega fyrstu 10 árin. Víst er, að Jón Jónsson í Holti var í nefndinni öll þau ár og enn fremur Lénharður Sæmundsson eitthvað af því tímabili. Framhaldið verður þannig:

  • Jón Jónsson, Holti, (1881)-1910.
  • Lénharður Sæmundsson fyrir 1907.
  • Sigurður Hinriksson, Ranakoti, fyrir 1907-1913.
  • Jón Adólfsson, Kalastöðum, fyrir 1907-1925.
  • Guðni Árnason, Strönd, fyrir 1907-1910.
  • Þórður Björnsson, Sjólyst, 1907-1926.
  • Jón Sigurðsson, Aldarminni, 1910–1916.
  • Magnús Gunnarsson, Brú, 1910–1916.
  • Einar Gíslason, Borgarholti, 1913-1919.
  • Ingvar Jónsson, Stokkseyri, 1916-1917.
  • Gísli Pálsson, Hoftúni, 1916-1928.
  • Bjarni Grímsson, Stokkseyri, 1917-1926.
  • Páll Guðmundsson, Baugsstöðum, 1919-1925.
  • Gunnar Sigurðsson, Götu, 1925-1928.
  • Sigurður Heiðdal skólastjóri 1925-1930.
  • Guðmundur Helgason, Hól, 1926-1928.
  • Jón Sturlaugsson, Vinaminni, 1926-1930

Ásgeir Eiríksson kaupm., Stokkseyri, 1928–1934, 1938–1946, 1948— 1950 (varamaður Bjarna Júníussonar), 1955-1958 (varamaður Jóns Magnússonar), 1958-.

  • Sigurður Sigurðsson, Bjarnahúsi, 1928-1934.
  • Sigurgrímur Jónsson, Holti, 1928-1958.
  • Jónas Jósteinsson skólastjóri 1930-1931.
  • Guðmundur Einarsson, Merkigarði, 1930-1938.
  • Jón Magnússon kaupm., Stokkseyri, 1931-1934, 1954-1955.
  • Helgi Sigurðsson, Bræðraborg, 1934-1958.
  • Eyþór Eiríksson, Bjarnaborg, 1934-1938.
  • Sigurður 1. Gunnarsson, Götu, 1934-1938, 1950-1954, 1958-.
  • Björgvin Sigurðsson, Jaðri, 1938-1942, 1946-1950, 1958-.
  • Bjarni Júníusson, Syðra-Seli, 1938-1950.
  • Símon Sturlaugsson, Kalastöðum, 1938-1950, 1956-1958 (varamaður Magnúsar Sigurðssonar).
  • Þorgeir Bjarnason, Hæringsstöðum, 1938-1942.
  • Guðjón Jónsson, Vestri-Móhúsum, 1942-1946. Hlöðver Sigurðsson skólastjóri 1942-1943.
  • Jón G. Jónsson, Vestra-Íragerði, 1943-1946 (varamaður Hlöðvers Sigurðssonar).
  • Kristján Gunnarsson, Götu, 1946-1950.
  • Ásmundur Hannesson, Efra-Seli, 1946-1950.
  • Gunnar Guðmundsson, Hólmi, 1950-1954.
  • Magnús Sigurðsson, Eystri-Móhúsum, 1950-1956.
  • Stefán A. Jónsson, Sjónarhóli, 1950-1954.
  • Bjarnþór G. Bjarnason, Hoftúni, 1950-1958.
  • Gísli Gíslason, Sætúni, 1954-1958.
  • Óskar Sigurðsson, Sólvangi, 1954-.
  • Árni Einarsson skólastjóri 1958-1959.
  • Helgi Ívarsson, Hólum, 1958-.
  • Þorkell Guðjónsson, Pálmarshúsi, 1958-.
  • Steingrímur Jónsson, Fagurgerði, 1959- (varamaður Árna Einarssonar).

Eftir hverjar hreppsnefndarkosningar kýs nefndin sér oddvita, eins og kunnugt er. Hann er formaður nefndarinnar og hefir á hendi forustu um stjórn og framkvæmdir sveitarmála, og jafnframt er hann fulltrúi hreppsins út á við. Samkvæmt sveitarstjórnarlögunum frá 1872 var kjörtími oddvita aðeins eitt ár, en 1905 var hann lengdur í 3 ár og loks 1936 í 4 ár, og er hann því nú hinn sami sem kjörtími hreppsnefnda. Starf oddvita var framan af ólaunað, en síðan 1905 hafa þeir fengið fasta þóknun fyrir starf sitt, enda er það ábyrgðarmikið og nú á tímum orðið næsta fjölþætt. Á umræddu tímabili hafa þessir menn gegnt oddvitastörfum í Stokkseyrarhreppi:

  • Þorleifur Kolbeinsson, Háeyri, 1874–9/3 1882.
  • Grímur Gíslason, Óseyrarnesi, 1882-1883.
  • Guðmundur Ísleifsson, Háeyri, 1883-1885.
  • Einar Jónsson borgari, Eyvakoti, 1885-1895.
  • Ólafur Helgason prestur, Stóra-Hrauni, 1895-1897.
  • Eftir skiptingu hreppsins:
  • Jón Jónsson, Holti, 1897-1910.
  • Jón Adólfsson, Kalastöðum, 1910-1925.
    Sigurður Heiðdal skólastjóri 1925-1930 (varaoddviti Ásgeir Eiríksson gegndi tíðum oddvitastörfum tvö síðustu árin vegna fjarveru Sigurðar).
  • Jónas Jósteinsson skólastjóri 1930-1931.
  • Ásgeir Eiríksson kaupm., Stokkseyri, 1931-1934.
  • Sigurgrímur Jónsson, Holti, 1934–1938.
  • Ásgeir Eiríksson kaupm. aftur 1938-1946.
  • Sigurgrímur Jónsson aftur 1946-1958.
  • Björgvin Sigurðsson, Jaðri, 1958-.

Með hinum títtnefndu sveitarstjórnarlögum frá 1872 voru sýslunefndir settar á stofn, en þær eru þannig skipaðar, að kjörinn er einn sýslunefndarmaður úr hverjum hreppi, en sýslumaður er oddviti hennar. Kjörtímabil sýslunefndarmanna var lengi framan af 6 ár, en 1936 var það stytt í 4 ár til samræmis við kjörtíma hreppsnefnda, og fer kjör þeirra nú fram samtímis. Verksvið sýslunefnda er meðal annars að hafa eftirlit með því, að hreppsnefndir ræki störf sín, og umsjón með fjárreiðum þeirra, endurskoðun hreppareikninga o. fl., auk stjórnar þeirra mála, er varða sýsluna í heild sinni. Þessir menn hafa verið sýslunefndarmenn fyrir Stokkseyrarhrepp:

  • Einar Jónsson borgari, Eyvakoti, 30/5 1874-1880.
  • Guðmundur Thorgrímsen verzlunarstj., Eyrarbakka, 18/5 1880-1886.
  • Guðmundur Ísleifsson, Háeyri, 15/6 1886-1892.
  • Grímur Gíslason, Óseyrarnesi, 8/6 1892-1897.
  • Eftir að hreppnum var skipt:
  • Gísli Gíslason, Ásgautsstöðum, 29/5 1897-1898.
  • Júníus Pálsson, Syðra-Seli, 3/6 1898-1932.
  • Ásgeir Eiríksson kaupm., Stokkseyri, 1932-.

Leave a Reply