022-Fastar nefndir

Á umliðnum árum hefir hreppsnefndin kosið nefndir í ýmsum málum sér til aðstoðar, og yrði það of langt upp að telja. En auk þess starfa nú við hlið hreppsnefndar 9 fastar nefndir, sumpart skipaðar mönnum úr hreppsnefndinni og sumpart utan hennar, sem hafa ákveðin verkefni með höndum. Nefndirnar eru sem hér segir:

  1. Sáttanefnd, skipuð fyrst 5. júní 1799 samkvæmt konunglegri tilskipun 20. jan. 1797, er nú skipuð 3 mönnum, tveim kjörnum af hreppsnefnd og oddamanni, tilnefndum af sýslumanni.
  2. Skólanefnd, kjörin fyrst 1908 samkvæmt fræðslulögum 22. nóv. 1907, skipuð 3 mönnum, tveim kjörnum af hreppsnefnd og formanni, sem skipaður er af menntamálaráðherra samkvæmt fræðslulögunum frá 1936.
  3. Hrossakynbótanefnd, stofnuð fyrir 1916, skipuð 3 mönnum, kjörnum af hreppsnefnd.
  4. Áfengisvarnanefnd, kjörin fyrst 22. des. 1935 samkvæmt lögum nr. 33, 1935, skipuð 3 mönnum, tveim kjörnum af hreppsnefnd, en oddamann skipar áfengisvarnaráðunautur.
  5. Hafnarnefnd, kjörin fyrst 1. febr. 1942, en síðan samkvæmt reglugerð nr. 184, 17. sept. 1943, skipuð 3 mönnum, kjörnum af hreppsnefnd.
  6. Sjúkrasamlagsstjórn, kjörin fyrst 22. marz 1942, skipuð 3 mönnum, tveim kjörnum af hreppstjórn, en formaður skipaður af félagsmálaráðherra.
  7. Heilbrigðisnefnd, stofnuð fyrst með sýslunefndarsamþykkt 1893, en nú kjörin samkvæmt lögum nr. 35, 1940 um heilbrigðisnefndir, skipuð 3 mönnum, kjörnum af hreppsnefnd.
  8. Rafveitunefnd, kjörin fyrst 24. ágúst 1947; skipuð 3 mönnum, kjörnum af hreppsnefnd.
  9. Skipulagsnefnd, kjörin fyrst 24. ágúst 194,7; skipuð 5 mönnum, 4 kjörnum af hreppsnefnd og oddvita, sem er sjálfkjörinn formaður.

 

(Heimildir þessa kafla eru m. a. Þingbækur Árnessýslu, Kosningagjörðabók og Sveitarbók Stokkseyrarhrepps; helztu prentaðar ritgerðir um þetta má nefna: Alþingi og héraðsstjórn eftir Þórð Eyjólfsson í Sögu Alþingis V. bindi; Skipun framfærslu- og sveitarstjórnarmála á þjóðveldisöld eftir Lárus H. Blöndal í Sveitarstjórnarmálum 1948; Uppruni hreppanna eftir Skúla Þórðarson í sama riti 1942; Hátúningamelur og Gnúpverjahreppur eftir Hans Kuhn í Árbók fornleifafélagsins 1943-48, bls. 66-79; Hreppar og gildi eftir Jón Jóhannesson í Íslendinga sögu I. bindi, 103-109, og Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalíns II. bindi; til annarra rita er vísað neðanmáls.)

Leave a Reply

Close Menu