002-Til UMFS á 50 ára afmæli þess

Ég sé í anda æskustundir þær,

sem átti ég í hópnum mínum kæra.

Um þessa minning andar blíður blær.

Margt blóm mér kært í skjóli hennar grær.

En seltu hafs og sjávar nið mér ber hún.

 

Með sólríkt vor um lendur hugans fer hún.

Þar ungra kraft og röskleik reyndi á

í ræðusnilld og íþrótt, söng og leikjum.

Í brjóstum okkar vorsins vaxtar þrá

og vökudraumsins líf sig bærði þá.

Er félagsmenn á leikvang afrek unnu

þá okkar hjörtu af gleði og metnað brunnu.

 

Ég man er austur á Flatir farið var,

í fylkingu á sumarkvöldi blíðu.

1 fararbroddi fánann einhver bar.

Hve fljótt mér virtist tíminn líða þar

við íþrótt, leik og söng unz sól var hnigin.

Og svo var dans und fiðlutónum stiginn.

 

En þar greip hugann ást til ættarlands

við úthafsströnd með sýn til fjallahringsins.

Og augun drukku djúpan bláma hans.

Úr dróma huga ungrar konu og manns

hann leysti og knýtti ‘ann framtíð fósturjarðar,

með fremd og- auðlegð hafs og gróðursvarða.

 

Og nú á þessum degi óska ég á,

að Íslands heill sé bundinn félagsstörfum,

að sléttan, sjórinn, fjöllin frjáls og há

og fögur dragi til sín ykkar þrá,

og megi félagsandinn haldast ungur

þótt áfram líði straumur tímans þungur.

Einar M. Jónsson

Leave a Reply