Sturlaugur Jónsson

Sturlaugur Jónsson

Hann var tvíkvæntur: Önnu Gísladóttur Þorsteinssonar frá Ásgautsstöðum. Eitt barna þeirra komst til aldurs; það var Jón Sturlaugsson hafnsögumaður (d. 5. ágúst 1938). Síðari kona Sturlaugs var Snjáfríður Nikulásdóttir frá Stokkseyrarseli, Bjarnasonar, d. 4. febrúar 1918. Börn þeirra: Ingvar sjómaður, Símon bóndi og formaður á Kaðlastöðum o.fl. þ.á.m. Bjarni er drukknaði 17. apríl 1922 (sjá annars Bergsætt).

Sturlaugur var gjörvulegur maður að vallarsýn, í hærra meðallagi að vexti, spengilegur, barraxlaður, rjóður í kinnum og smáfeldur í andliti; skegglaus var hann að mestu en hafði jarpleita barta í vöngum, nokkuð ljósleitari um hárið. Hann var fremur smáeygður, með bein og slétt nef og laglega höku og munn. Augun vor brúnleit og greindarleg. Útlit hans allt sýndi staðfestur, einurð, glaðlyndi og geðsþokka. Sturlaugur var sjálfstæður maður mjög og stöðuglyndur, talaði fátt, en athugaði vel allt það, er hann sá og gjörði. Því var hann meðal hina fremstu formanna í því að fara gætilega að sjó, en sjaldan sat hann í landi, þótt aðrir reru, heldur var oftast með þeim fyrstu, og þótti þá öðrum fært, er hann var farinn. Til dæmis um sjálfstæði Sturlaugs, vel ég geta hér smá atviks nokkurs.

það var, þegar séra Ólafur sál. Helgason sótt um Stokkseyrarprestakall, að ég var fengin til þess – frá P. Nielsen eða Lefolis verslun – að gagna um alla sóknina með áskorunarskjal til undirskrifta um það að yfirvöldin veittu séra Ólafi „brauðið“. Allir sem ég náði til undirskrifuðu strax og skilyrðislaust, en Sturlaugur ekki. Hann sagði: „Ég býst við að mæta á kosningafundinn og þá segi ég til þess með atkvæði mínu hvern umsækjanda ég kýs!“ Mér þótti þetta einarlegt svar og svo óvenjulegt að ég festi það í minni.

Sturlaugur var smiður góður, einkum á járn, iðjusamur og áreiðanlegur í orðum og athöfn, voru þeir að þessu og ýmsu örðu líkir mjög, bræðurnir, faðir minn og Sturlaugur.

Sturlaugur andaðist 30. júlí 1895, 53 ára. Snjófríður 4. febr. 1918, 66 ára en Anna 12. febr. 1875.

Close Menu