Símonarhús

Símonarhús

Símonarhús voru hjáleiga frá Stokkseyri, og er þeirra fyrst getið í manntali 1703, en þar var þá þurrabúð. Í Jarðab. ÁM. 1708 eru Símonarhús talin hjáleiga, en kúgildi er ekkert, og tekið fram, að það hafi aldrei neitt verið. Grasnyt fylgdi þó kotinu þá þegar, því að talið er, að þar megi fóðra eina kú og einn hest. Nafnið Símonarhús er oftast haft í eintölu nú á dögum, en föst málvenja er það þó ekki. Eðlilegast virðist, að það sé fleirtöluorð. eins og t. d. Móhús og Starkaðarhús, og því fylgjum vér hér. Símonarhús fylgdu jafnan Stokkseyrartorfunni og eru nú eign ríkissjóðs ásamt henni síðan 1935.

Leave a Reply

Close Menu