Sanda

Sanda

Sanda er nefnd fyrst árið 1824 í sambandi við lát Jóns Brandssonar yngra frá Roðgúl, er andaðist þar. Mun Jón og síðan ekkja hans, Guðný Jónsdóttir, hafa búið þar á árunum 1823-25 og byggt þar fyrst. Eftir það var Sanda lengi í eyði. Árið 1884 byggði Torfi Nikulásson frá Eystra-Stokkseyrarseli sér bæ þar, er kallaður var í fyrstu Torfabær, en árið 1888 var nafninu breytt og bærinn nefndur Sanda og heitir svo enn í dag. Þar risu síðar upp nokkur fleiri hús.

This Post Has One Comment

Leave a Reply

Close Menu