Nokkur orð um liðna tíma og fyrirtækin
Ísólfur Pálsson

Nokkur orð um liðna tíma og fyrirtækin

Sagt var frá „uppfundingu“ Ísólfs í blaðinu Suðurland 1911.

Nokkur orð um liðna tíma og fyrirtækin

Ísólfur Pálsson

Motto:
Hætta er að stikla hála braut
Hátt í bjargið ef fætur skeika
En mein er lifa’ og meiri þraut
misskilinn við erfiðleika

[Netasteinar]

Mun það ekki hafa verið um 1904 sem byrjað var að fiska með þorskanetum í Þorlákshöfn.  Víst var það að aflinn var miklu meiri í netin og vissar enn á lóðir og færi = handfæri, enda þau fyrir löngu lögð niður sem aðalveiðarfæri þar.  Um þetta leiti því meira aflaðist á lóðir um margra ára skeið. Þó munu handfæri hafa verið á flestum skipum og kom það fyrir að uppgripaafli fékkst þau – stund og stund er fiskur var í göngu.  Þótti því ótækt að hafa ekki færi í skipum, einkum fyrri part vertíðar, þá gat svo viljað til að hleðsla fengist á 1-2 tímum, en alltaf var þetta að verða sjaldgæfara og eptir aldamótin kom þetta varla fyrir.

Hin eldir veiðarfærin, handfæri og lóðirnar sem voru orðnar afskaplega þurftarfrekar með síld í beitu, voru að leggjast niður af því að alltaf tregaðist fiskur á þau mátti segja með ári hverju. Og nú var farið að reyna netin. Í þau aflaðist auðsjáanlega margfalt meir. – En kostnaðurinn varð fljótt sýnilega gífurlegur af því að í brimveiðistöðum var taphættan svo mikil  er tók fyrir sjóveður og margir dagar liðu svo að ekki varð vitað um vegna illviðra og brima.  Þá töpuðust of heilar trossur (8-12 net í trossu).  Það var óbærilegur skaði að tapa slíkum veiðarfærum með öllu.

Einu-tveimur árum síðar var farið að nota net á Eyrarbakka, Stokkseyri og seinast á Loptsstöðum þó í litlum stílfyrst. Aðalveiðarfæri var enn þá lóðin. Þó höfðu nokkrir – til að byrja með, 6-8 net og af því betur fiskaðist í þau var brátt tekið uppá því að auka svo við að tvær voru trossur, og einnig þarna komið kapp sjómennska fram – ekki 6-8 net í trossu heldur 10-11-12 net í hverja trossu.

Eins og veðuráttufar er þar á Suðurlandi kom opt ógæftakaflar 2-3 vikur og þá oftast með ofsa hafróti og stór sjó.  Nokkra daga í röð.  Þó dýpið sé þar 30-45 faðmar og því vægari straumaköst niðri í djúpinu eru í Þorlákshöfn þar sem net voru opt lögð nær landi á 12 –8, jafnvel 4 faðma dýpi er stillur voru, þá var þó tíðast að heilar trossur ónýttust að miklu leiti eða alveg töpuðust.  En orsökirnar urðu mönnum ekki nærri strax ljósar er ollu mestri taphættunni en komu þó greinilega í ljós með reynslunni.

Eins og vani var við Faxaflóa voru netin þyngd niður með þungum steinstrjóum í hvorum enda og þar í fest uppistöðufærinu svo draga mátti upp hvorn enda fyrir. Eptir því sem þótti henta á efri rönd neta voru glerkúlur svo stórar að þær komust ekki í gegnum netamöskvana.  Þær flæktu því netin lítið því þær undu af sér. Allt annað var með neðri teininn – steinateininn, þar voru hafðir steinavölur ýmislega valdar eptir því sem steinaval var fyrir hendi.  Helst langir og ekki of þungir. Um hvern stein var sett kappmella úr mjórri línu og og líka fest á netatein neðri, og haf ca. 1/2 fet frá tein til steinar – má milli steina var haf jafnlangt og á milli kúlnanna á efri teini, mig minnir 1-1 1/2 faðmur.

Þetta fyrirkomulag með steinana var það sem olli mestum vandkvæðum með netin.

Þegar gott var veður og sléttur var sjór þá tókst furðu vel að leggja net með þsessum steinum á miklu dýpi, en ef undiralda var, þá fór ver og því verst ef var höggbára (kvika).  Þá goppuðust steinarnir hátt og lágt er niður í sjóinn kom og eftir því sem báran velti skipi.  Við þetta slóust steinarnir upp í og gegnum riðilinn og var við það að sitja hvernig lögnin heppnaðist.  Engin tiltök að laga stein sem kominn var ´hvar á svo miklu dýpi.  Það gerði þunginn sem niður togaði.  Því minni var fiskivon ef net fór óklárniður.  Á leiðinni niður vissu menn að stundum losnuðu steinar úr, einkum ef kvika var. Niðri í botni lokkuðust þeir úr bæði við það að netin bifuðust fyrir straumaföllum og er fiskar komu í netin og hreifðu þau.   Alltaf var sjálfsagt að marga  steina vantaði er netin voru dregin upp, líka af því að lykkjan utan á þeim hafði nuddast í sundur ef hart var í botni og því fleiri sem net höfðu legið lengur úti sökum ógæfta.

Ófisknari voru netin og ef steina vantaði af því að því meir voru netin flækt utan um stóra fiska, sem þau voru lausari fyrir þegar net voru dregin upp kom og best í ljós ef steinar höfðu flæskt í á niðurleið.  Því væru þeir flæktir upp í netariðilll þá rifu þeir nú möskva eftir möskva er togstreitan kom því auðvitað varð að hafa steinalykkjurnar miklu sterkari enn netagarnið var í riðlinum.  Þegar löng komu frátök og ekki var vitað um  svo dögum eða vikum skipti, þá orsakaðist  taphættan mest af því að þegar fjölda steinar voru farnir úr, máski nokkur fiskur í netunum, þá lyptust trossurnar upp um miðjuna og máski hátt upp í sjó.  Fór þá stóra aldan að hafa svif á netin og þá voru þær –trossurnar – ýmist farnar langt úr stað, slitnar í sundur eða með öllu tapaðir.  Því meiri taphætta sem trossa var lengri, best að þær væru ekki lengri en 7-8 net (á 30 faðma hvert net).

Afar tapsamt var og að taka upp því mera að leggja netin með þessum steinum ef illt var í sjó og jafnvel hvert sem var því að flesta steina varð að taka úr kappmellu til að geta greitt því úr., bæta slitnar lykkjur og kappmella flesta steina að nýju. Þetta voru alt afskapa tafir og loks ef hraungrýtis- steinar voru ósljettir með skörpum brúnum kom opt fyrir að möskvar að höggvast sundur í meðförunum er vont var sjóveður.

Líklega var að eitthvað mætti bæta úr þessu, en grásleppunetum voru menn nokkuð vanir og þannig var steinafyrirkomulagið við þau veiðarfæri, og voru margir ánægðir með þetta við þorskanetin af því ólíklegt væri að leið væri að fá umbætur á þessum – þetta fyrirkomulag hafði alltaf verið notað – þó frjettist að norðmenn notuðu flata steina, sljetta, sem væru til mikilla bóta og töpuðust síður.

Af einhverri löngun til að bæta úr þessu hjá sjómönnum fór ég að  hugsa um að búa til steina sem gætu reynst betur, helst svo að ekki fengist annað betra fyrirkomulag. Steininn gat ég fljótt hugsað mjér:  Alveg hnöttóttur eins og glær netakúla og jafn stór, gat í gegnum hann  þveran – gatið mjótt niðrað brún, hæfilegt fyrir 2falda línu, enn miklu víðara frá annari brún og alltaf mjókkandi. Vildu menn hafa steininn ljettan, hlutfallslega eptir stærð, þá mátti hafa gatið því víðara í neðri brún, svo hann yrði efnisljettari. Hankinn var lykkja og slegið þverhnút á endana. Lykkjan var dregin í víðara gatendan og upp í gegnum þann mjórri en hnúturinn hlaut að stöðvast inni í kúlunni því víðari endi gatsins ætið hafður nógu víður til þess að hnúturinn hvarf vel inn í steininn.

Með þessu fyrirkomulagi var steinninn viss að velta af sjer flækjunni eins og kúlurnar – vörðu hankan fyrir öllu sliti við botn og grjót og hnúturinn gat ekki raknað því hann var klemdur upp í mjókkandi gatinu, enn meira verk var að búa út verkfæri til að búa steininn til.

Steypumótið fékk ég steypt í járnsteypu slippsins. Gísli járnsmiður Finnsson renndi mótið. Jón Þorláksson verkfræðingur bjó til Patentumsókn og annaðist að alt vel og vandlega og tók mjög lítið fyrir. Einkarjett  fékk ég fyrir Ísland til 5 ára á 33Kr. 66.  Svo alt var í lagi og Pat. Fyrir Danmörku fékk ég að áliðnu sumri. Nú var að fá efni, sement og steypu og veturinn 1909-10 höfðum við steypt og selt á 6. þúsund. Allir á Stokkseyri og flestir á Eyrarbakka, og allir meira og minna eptir þörfum í Þorlákshöfn.  Fjölda vottorða og meðmæla fékk ég  frá þeim er notuðu, því miður á ég ekki til svo ég viti nema 1 er hjer fylgir með.  Allmikið var og selt til Keflavíkur og í Miðnes veturinn 1911 (vertíðina)

Veturinn 1911 fór ég til Kaupmannahafnar í nóvember og var þar framyfir nýjár.  Þá var Þorleifi Andrjessyni leigður rjetturinn til að  styepa hjer syðra þann vetur. Nóg var til steypt fyrir austan.

Þorgeir Bjarnason bróðursonur minn átti að vinna að því að sjá um að rjett væri unnið og hafði atvinnu við steypuna hjá Þorleifi um leið.  Þorgeir þessi hafði unnið að steypunni í 2 ár, var og gætinn og vandvirku maður.

Eptir nýjár (1912) var Þorgeir sendur suður með sjó að selja og safna pöntunum og kynna steinana öllum útgerðarmönnum.   Einn stein hafði hann með  til sýnis og sýndi hann öllum hvar sem hann kom (þeir höfðu verið til sýnis í V. P. Duusverslun í Keflavík þá í 1 1/2 ár, undir leiðsögn hr. Þorsteins Þorsteinssonar þar.

Með fyrsta skipi eptir nýjár, fékk ég brjef frá Þorgeir,er hann segir mjer af ferðinni og að sala  verð ekkimikil þar.
Syðra því steinarnir sjeu seldir miklu dýrarenn gert hafði verið ráð fyrir. Dýrari en þeir voru hjá okkur Eystra, og þótti Þorgeir slæmt því sala hefði orðið mikil ef þeir hefðu fengið sama verð og einhverjir fengu þá árið áður, þar í grend.  Þorgeir gat þess og að hætta myndi verða við að steypa fyrst svo lítið seldist.

Jón bróðir minn (sem fylgdist með í þessu öllu, og vissi um hverju ég hafði treyst Þorgeiri til með vinnu og sölu) sendi ég skeyti: Steypið áfram, samkomulag gerði ég ráð fyrir að hann myndi hlutast til um að verslun yrði haldið áfram og verðið lækkað, – trúi honum til að skilja skeytið á þann veg, – enn skeytið kom rangt til hans í staðinn fyrir orðið steypið, kom skeytið.   Þetta skildi Jón auðvitað ekki og sinnti því svo ekki frekar.

Hjá Hornung og Möller var ég til Febr. Strandaði á Ceret í Greenholm á Orkneyjum 4. febr.  Biðum viku í Kirkvoll þaðan til Leith og loks eptir 3 daga, þaðan heim með Sterling. Þá var steypunni hætt fyrir nær mánuði og sala sáralítil.

Haustið eptir frjettist að einhver suður með sjó sje farinn að búa til samslags eða eptirstælda steina, það fylgdi og með að sá hafi steypt úr mörgum tunnum cements og ætti fullan hjall af netasteinum af líkri gerð.  Mér var ráðið til þess að vita vissu mína um þetta því þarna væri verið að ganga á rjett minn.

Nú, maður var fenginn til þess að vita vissu á þessu, það var hjá Hreppstjóra í Leirunni [?? Bls. 12].  Hann kvaðst hafa steypt nokkra steina handa sjer og gefið kunningjum sínum nokkra (þetta kom og fram í málinu síðar), hann vissi ekki neitt um mína steina nje hefði sjeð þá, enn heyrt þeirra máske getið. Sendimaður kom með 1 stein og var stærðin sama gatið eins og ég mátti haf það mjóst, hnöttóttur nema að aðeins sljettur flötur að neðan svo hann gat staðið á víðari gatenda..

Það fylgdi þá og með þarna sunnanað, að minn einkarjettur væri ónýtur því ekkert væri auglýst um það í B. Deild stjórnartíðinda.  Ég tala um þetta við Jón bróður minn og hann við einhverja aðra. Hann benti mjer á að finna Ráðahera, H. Hafstein, og spyrja hann hvernig ætti að snúa sjer í þessu.  Hann svaraði aðeins því að mín væri skyldan að halda uppi rjetti mínum og yrði ég eflaust að fara í mál við hreppstjórann.  Hvað auglýsingu í B-deild stjórnartíðinda snerti þá væri það engin skylda.  Þetta væri stundum gert og opt ekki, við því væri ekkert að segja.

Þegar þetta var átti ég enn heima austan fjalls, þekki hjer engann nema 3-4 menn inn G.T. reglunnar. Það var því Jón bróðir minn einn sem á var að treysta og ekki var að efa góðan vilja hjá honum.  Ég var nokkuð opt á ferð og náði tali af Jóni um þetta og annað. Um málafærslumenn var talað, nefndi Jón, helst til Ó.L. sem talinn væri ágætur námsmaður og viss í öllum viðskiptum og  M. Arn.[?] sem talinn væri ráðhollur og hefði orðið allmikla reynslu.  Þeir væru og kunnugir.  Um þetta get ég ekki neitt sagt og hlaut að taka því sem var rjett og hefir valið lent á M.Arn og víst var að umboð varð ég að gefa einhverjum til að  sækja málið enn eitthvað þótti mjer strax leiðinlegt við það.   Upplýsingar varð ég að gefa um ýmislegt, sem eðlilegt var, enn er ég var á ferð og vildi spyrja um hvað gengi eða hvert ekki væri neitt er þyrfti meiri upplýsinga þá voru viðtökurnar optast svo óvenju óþýðlegar og ýms tilsvör mjer óskiljanleg að mjer var slík framkoma lítt skiljanleg þannig að til ég fekk betri og vissari þekkingu á því ömurlega lundarfari, sem átti  þar að mæta.

Málsóknin var hafinn. Mótpartur hafði að sögn fengi E. Cl. fyrir sig, ekki þekkti ég þann mann neitt þá, enda þurfti ég ekkert við hanna að eiga, aðeins frjetti ég að hann hefði viljað að hreppstjóri gengi inn á sátt og einhverja skaðabætur, enn hinn ekki viljað, hvort þetta var satt vissi ég ekki.

Það kemur fram í málinu, að mjer er sagt, að hreppstjóri neiti að vita nokkurn hlut um þessa steina, aldrei sjeð þá (ekki þótt Þorst. Þorst. hjá Duus í Keflavík þetta trúlegt, því allir sem komið hefðu þar í búðina hafi hlotið á sjá þá í það 1 1/2 ár sem þeir voru þar út útvegsmenn skoðaða þá með áhuga og eptirtekt – margir hverjir sem hann vissi um).

Ekki sagði hann að Þorgeir hafi sýnt sjer neinn stein, enn komið hefði hann og getið um steina er hann vildi selja.  Þorgeir kvaðst hafa setið ca. 1/2 tíma inni hjá þessum manni, steinninn hafi verið á borðinu á milli þeirra allan þann tíma og alt tal hafið lotið að þessu málefni, og þessi maður hafi einn og mest spurt sig um verkfærin sem steinninn væri gerður með.

Þorgeir þessi Bjarnason,var einn af þeim staðföstustu og ábyggilegustu mönnum er ég hefi kynnst, hann var, er hjer er komið sögu, á förum til Ameríku.  Hann mætti uppi í rjetti, bauðst til að eiðfesta framburð sinn, og sleppti skipsferð og beið næsta skips í 3 vikur til þess að fá að mæta til að staðfesta framburð sinn en fékk ekki, hann gerði aðvart um bið sína í þessum tilgangi.

Þeir verkfr. Th. Krabbe og Jón Þorl. bentu á að vani væri, utanlands í svona málum að yfirvald nefndi til óvilhalla fagmenn til að leggja fram sitt álit, hvert um líkingar væri að ræða, því ekki myndi dómendum einum ætlað að dæma í svoleiðs málum nema álit sjerfróðra manna væru og til hliðsjónar

Þetta var – að því er ég fekk að vita – krafist í málinu en ekki fékkst það. Loks er malið dæmt og dómurinn styðst einvörðungu við þessi 4 orð: „Steinarnir eru ekki eins“, því dæmist etc.

Maðurinn er sýknaður, ekkert orð er banni honum að halda áfram þessari starfsemi. Það með er minn rjettur að öllu fyrir borð borinn og 2-3 manna föst atvinna eyðilögð – segjum 6-7 mánuði árlega, allur kostnaður og fyrirhöfn töpuð. Því, hvað þýddi að vera að halda áfram starfinu þar sem það var öllum jafnheimilt og menn gátu aflað sér verkfæra fyrir lítið verð til að vinna með.

Ég tek það fram, að þessi dómur er mjer altaf jafn óskiljalegur þar sem um er að ræða hluti sem ekki má eptirlíkja samkv. Pat. lögum, má eptirlíking er vinni að sama takmarki ekki eiga sjer stað.  Það, að tveir hlutir þó líkir sjeu, eru þó ekki eins, ef til ýtarlegrar rannsóknar kemur, verður víst í lengstu lög leið að sanna og fella dóm um., eins og mjer finnst að dómarinn miði þarna við er alt annað enn eptirlíking (eins og meint er almennt um einkarjett í uppfindingum – patent.).

Dómurinn var staðfestur í yfirrjetti.

Ég gat ekki fengið að fylgjast með í þessu máli, þó mig langaði til þess, því svo erfitt þótti mjer að koma tali mínu við M. Arn, að ég hætti að leita eptir þessu. Einu sinni sagði hann að dómur væri nú fallinn: „mjer líkar dómurinn vel “ sagði hann og skyldist mjer að hann meinti að málið ræki að sjálfsögðu lengra, eptir því sem orð hans láu, þó fá væri. Mjer fannst frá fyrstu, liggja svo í þessu að ég þyrfti, eða ætti ekki að skipta mjer neitt af þessu og þótti að vísu vænt um, enda fekk ég loks að vita að tíminn væri nú útrunninn og ekki væri hægt að sækja málið lengra!!!

Ég hafði engin orð enn víst kom mjer í hug: að þarna hafi tiltrú mín verið á röngum stað.  Aldrei hefi ég fengið að vita um neinn málskostnað, hefi ég þó spurt Jón bróðir um það en fengið lítil svör.

Ég fékk að vita að þessi hreppstj. ljet steypa mótin á sama stað og ég enn G. F. Hafi neitað að renna þau.

Þannig fór þessi viðleitin mín með að reyna að hjálpa sjómannastjettinni, sem ég hefi alt af borið meiri samhyggð með enn nokkurri annari atvinnugrein. Sjálfur hafi ég- um þetta leyti verið búinn að stunda sjó yfir 20 ár og með ýmsum og ég held, sjeð alt eins vel og aðrir, erfiðleikana og hætturnar, er sjómenn hafa við að stríða, er þeirri stjett fylgir, því miður, eitt hvað þungt og erfitt sem hún skilur ekki sjálf eða vill ekki skilja.  Að því kem ég síðar, ef mjer endast dagar til að skrifa meira.

Af þeim kynnum sem ég fekk af þessu máli, varð mjer fyrst ljóst, hve geysileg ósvífni er haldið fram í málarekstri.  Ég hafði haldið að slíkt ætti sjer ekki stað hjá mentuðummönnum. T.d. mun því hafa verið haldið fram af mótparti að sjálfur hafi ég ekki steypt steinana í rjettum formum, samkv. Pat. Og væri ég þar með búinn að fyrirgera rjetti mínum sjálfur.  Auðvitað var þetta rangt og í alla staði óverðugt, því steypa hafi þá verið í gangi á 3ja ár.  Formið nákvæmlega sama, að eins dálítið misvíðum víðari enda gats, til þess að hafa ráð á mis þyngd steina. Þessi mismunandi gerð er líka til tekin í pat. (Í Þorlákshöfn þurfa steinar að vera þyngri, þar er grynnri sjór og straumur meiri. Þá  var gatið alt haft sem mjóst, enn (konískt) þar sem dýpi er mikið og straumar og öldusvif vægari meiga  steinar vera miklu ljettari.  Var því getið haft miklu víðara að neðan – upp fyrir miðju, þetta gat ljetti stein alt að 1/6 í lopti, því meir í vatni. Ytri flötur steina var auðvitað fast ákveðin; svo stór að ekki smýgi möskva.

Með þessu fylgir vottorð frá einum formanni, það er það eina sem ég á til hin sem voru nær 20 frá formönnum á Stokkseyri og Eyrarbakka árið eptir, þá var full reynsla fengin fyrir notagildi þessara steina. Mörg þeirra fóru til Reykjavíkur í tilefni af því að P. Thorsteins (Fyr í Bíldudal) hafði keypta allmarga steina og látið reyna þá. Hafði svo útbúið net með þessum steinum viðfestum á rjettan hátt og sent þá á sýningu í Kaupinhöfn sem haldin var þar veturinn 1912, af Norðurlöndum; sýning var aðallega yfir alt sem að sjávarútvegi laut – mótorar, veiðafæri og allt nýtt er tilheyrði bátum og skipum. Vottorðin hafði P.Th. láta þýða á dönsku og ljet þau fylgja með.

Verðlaunaskjal allmerkilegt ver mjer sent frá sýningunni fyrir uppfunding þessara steina og góð meðmæli eru þá „forlædnende omtali [???) stendur í skjalinu.

Þess er vert að geta, að svo vildi til að veturinn  1911 (vertíð) að 2 formenn tóku nýsteypta steina hjá mjer á þorra seint – höfðu ekki pantað tímanlega, svo vildi til að sjóveður kom og lögðu menn net. Þessi menn lögðu og net og – þrátt fyrir vara tekt að nota þá ekki fyrr en eptir heilan mánuð. Þó notuðu þeir þó af þessum steinum.  Svo vildi til að nær 3ja vikna ótíð gerði og varð ekki vitað um fyrn enn eptir nær 20 daga. Komu þá flestir þessara steina meir og minna eyddir upp úr sjónum. Þetta varð til þess, að upp reis hávær deila um að steinarnir væru sviknir og átti ég og fleiri erfitt með að sansa þá erfiðustu á satt mál, að þeir hafi notað steinana of nýja.  Þó rjenaði þetta bráðlega, því eldri steinar þoldu svo að ekkert sá á þeim – voru þar þeyægjandi vottar, enn verri fannst mjer rangsleitni nokkurra manna, er þarna áttu hlut að máli, ekki meiga vera, enn hún varð, því þarna voru sannarlega engin svik í tafli.  Líkt  fór árið eptir hjá Lopti Loptssyni, hann hafði notað of nýja steina  frá Þorl. Andréssyni sem steypti þá hjér í Rvk. Sem fyrr er getið.

Þessari fyrirhöfninni var nú lokið, og til lítils annars enn erfiðis og vanprýða. Ég get þess að síðustu að í stjórnarráðinu var mjer sagt að „sjálfsögðu“ yrði veitt framlengin á Ísl. leyfinu“ þó dómur fjelli svona. – Ég hefi aldrei skilið í því tilboði, talaði auðvitað ekki neitt um það, sótti heldur ekki um framlengingu af ástæðum sem að framan getur.

Leave a Reply

Close Menu