Sólveig Sigurðardóttir bjó ennfremur í Eyvakoti. Var hún móðir Guðnýjar, konu Gísla Einarssonar á Skúmsstöðum, en þau Gísli og Guðný voru foreldrar Sólveigar Danielsu, Jónínu, fyrstu konu Páls Grímssonar frá Óseyrarnesi og Gísla skósmiðs er átti Valgerði, systur Páls Grímssonar og Bjarna.
Sólveig var fróðleiks kona og greind; var sagt, að hún væri dóttir Danaprins þess, er hér var á ferð nokkru eftir aldamótin 1800 (1807) og síðar var Friðrik VII.
Fyrir um síðustu aldamót bjuggu þessir menn einnig í Eyvakoti: Jón Guðmundsson er átti af dætrum Guðmundar í Eimu, Brynjólfur Árnason, Ættaður úr Rangárvallasýslu að mig minnir.