Sigurður Gamalíelsson Eyvakoti

Sigurður Gamalíelsson Eyvakoti

Sigurður Gamalíelsson bjó einnig í Eyvakoti, bróðir Gamalíels í Votmúla og Jóns í Oddagörðum. Hann var mjög hár vexti, skarplegur, með stórt nef, þunnan vanga og skegglítill, einn hinn atorkusamasti formaður og sjósóknari; hann fórst í Einarshafnarsundi 9. mars 1883 ásamt systursyni sínum, Gunnari Bjarnasyni, er þá bjó í Nepju á Eyrarbakka, og a.m.k. tveim mönnum öðrum. Sigurður varð aðeins 48 ára að aldri, en Gunnar þrítugur.

Kona Sigurðar var Vilborg Erlendsdóttir og áttu þau eina dóttur barna, Elínu, konu Kristjáns Jóhannessonar verslunarmanns, mestu fróðleiks konu og söngkona góð. Börn þeirra eru Sigurður kaupm. Jóhannes og Elínborg, öll á Eyrarbakka.

Að Sigurðir Gamalíelssyni og Gunnari, frænda hans, var mannskaði mikill, því báðir voru þeir mannkostuamenn og í miklum metum fyrir margra hluta sakir.

Close Menu