Keldnakotshjáleiga

Keldnakotshjáleiga

Keldnakotshjáleiga hefir verið kuðungur hjá Keldnakoti, sem hefir verið aðeins fá ár í byggð. Býlis þessa er aðeins getið í Þingb. Ám. 27. jan. 1769. Þar bjó bróðir bóndans í Keldnakoti, Jón Jónsson yngri frá Grjótlæk. Þegar hann var 16 ára gamall (1756), varð honum á að stela kind úr fjárhúsi Bjarna hreppstjóra Brynjólfssonar á Baugsstöðum. Fyrir það var hann dæmdur til hýðingar, en síðar fekk hann konunglega uppreisn á ærunni. En árið 1769 varð hann aftur uppvís að sauðaþjófnaði og var þá dæmdur til ævilangrar refsivistar að Arnarhóli í Reykjavík. (Þingb. Ám. 7. des. 1756 og 27. jan. 1769; Lögþingisbók 1769, nr. 3 og 5).

Leave a Reply

Close Menu