You are currently viewing Íragerði

Íragerði

Íragerði er nafn á tveim hjáleigum frá Stokkseyri, Eystra-Íragerði og Vestra-Íragerði, og kemur fyrst fyrir í bændatali 1681. Nafn þetta er vafalaust dregið af Írum og beinir því huganum allt aftur á landnámsöld. Það er alkunnugt, að landnámsmenn höfðu með sér út hingað margt írskra manna, er þeir höfðu tekið herfangi fyrir vestan haf og héldu síðan sem þræla. Geta má þess til, að Írar þeir, sem Íragerðí er við kennt, hafi verið þrælar Hásteins Atlasonar á Stokkseyri eða sona hans og þeir hafi verið látnir hlaða gerðið til skjóls og varnar kornökrum. Má í þessu sambandi minna á hjáleiguna Gerða þar í hverfinu. Íragerðí hefir því verið gamalt örnefni, sem hefir verið látið haldast, er býli var þar reist á hjáleigutímabilinu. Þess skal gelið, að örnefnið Íragarður var einnig til á mjög fornlegu garðlagi, sem enn sést móta fyrir í Stokkseyrarhverfi. Ef til vill hafa sömu Írarnir, sem gerðið hlóðu, verið þar að verki. Íragerði hefir upphaflega verið ein hjáleiga, en um það hefir farið eins og Götu, Móhús og Rauðarhól, að því hefir verið skipt í tvennt, Austara-Íragerði og Íragerði vestara, eins og hjáleigur þessar eru nefndar í manntali 1703. Sjá að öðru leyti Eystra-Íragerði og Vestra-Íragerði.

Leave a Reply