Hæringsstaðahjáleiga

Hæringsstaðahjáleiga

Getið fyrst í Jb. 1708, og segir þar, að hún sé byggð fyrir manna minni.

Hjáleiga þessi var alla jafnan kölluð Norðurhjáleiga eða Norðurkot, eftir að byggð var upp tekin í Suðurhjáleigu eða Suðurkoti, er síðar nefndist Lölukot, en nöfn þessi lögðust smám saman niður, eftir því sem Lölukotsnafnið .varð fastara í sessi. Einnig höfum vér séð hjáleiguna nefnda Hæringsstaðakot. Hæringsstaðahjáleiga fylgdi, sem líklegt var, heimajörðinni, og svo er enn í dag um þann helming hennar, sem er eign Þorleifsgjafarsjóðsins. Hinn helmingurinn gekk til erfingja Gunnars Ingimundarsonar á Hæringsstöðum, meðal annars til Guðrúnar, dóttur hans, og Þórðar í Hæringsstaðahjáleigu. Seldi Þórður þann part Guðmundi Ísleifssyni á Háeyri árið 1909. Sparisjóður Árnessýslu varð síðar eigandi að öllum helmingnum, en seldi hann í tvennu lagi á árunum 1942 og 1944 þeim Guðrúnu Gísladóttur og Guðrúnu Guðmundsdóttur. Árið 1948 keyptu þeir Böðvar Tómasson og Jón Magnússon kaupmaður þennan helming, en seldu hann aftur vorið 1950 núverandi eigandi hans, Þorgeiri bónda Bjarnasyni á Hæringsstöðum.

Leave a Reply

Close Menu