Hvíld

Hvíld

Hvíld er fyrst nefnd í Jarðabók ÁM 1708, og segir þar, að hún hafi lagzt í auðn haustið 1707, en skömm hefir þar byggð verið, því að ekki er hún nefnd í manntali 1703. Eftir það er aldrei getið um Hvíld, fyrr en Karel Jónsson, áður bóndi á Ásgautsstöðum, byggði þar árið 1876, en örnefnið hefir þó haldizt. Voru þar þá fjárhús frá Starkaðarhúsum. Hvíld fór aftur í eyði um 1928.

Leave a Reply

Close Menu