Hólahjáleiga

Hólahjáleiga

Hólahjáleiga var afbýli af Hólum, eins og nafnið ber með sér, og höfum vér fyrst séð hennar getið í sambandi við Baugsstaðamál árið 1632 (Alþb. Ísl. V; 260). Í Jarðabók ÁM. 1708 er sagt, að hjáleiga þessi sé byggð af heimajörðinni fyrir manna minni. Hólahjáleiga fór í eyði 1748, en bæjarrústirnar eru enn greinilegar á hæðinni norðan við bæinn í Hólum.

Leave a Reply

Close Menu