Sunnuhvoll

Sunnuhvoll

Sunnuhvoll er byggður um 1912 af Sigurði Ingimundarsyni kaupmanni. Guðmundur trésmiður Sigurjónsson frá Gamla-Hrauni bjó þar lengi og nú ekkja hans, Guðríður Jónsdóttir frá Túnprýði, Hinrikssonar ...
Strönd

Strönd

Strönd byggðu þeir svilar Sigurður Hannesson frá Hjalla og Guðni Árnaso n söðlasmiður árið 1896 ...
Stokkseyri

Stokkseyri

Stokkseyri nefndust einu nafni mörg hús, er risu smám saman upp hið næsta Stokkseyrarbæjunum gömlu. Hús þessi voru um 15-20 að tölu, og töldust íbúar þeirra eiga heima á Stokkseyri án frekari aðgreiningar. Nú er þó svo komið, að ýmist hafa hús þessi fengið sérstök nöfn eða þau hafa horfið úr sögunni, svo að eftir er aðeins eitt hús, sem kallað er Stokkseyri. Það er verzlunarhús og áður jafnframt íbúðarhús ...
Stokkseyrarselskot

Stokkseyrarselskot

Stokkseyrarselskot var í byggð á árunum 1869-93 og 1897-1900. Það var þurrabúð hjá Vestra-Stokkseyrarseli, einnig kallað Selkot (manntal 1870) eða í gamni Pungur. Kot þetta byggði Sigurður Björnsson, áður bóndi á Efra-Seli, og bjó þar í 10 ár (1869-70). Þvínæst bjó þar allmörg ár Ingveldur Sveinbjörnsdóttir, fyrr bústýra Jóns Jónssonar í Lölukoti, þá Guðjón Guðmundsson tengdasonur hennar, síðar á Gamla-Hrauni, og síðast Bjarni Bjarnason seinna bóndi í Indriðakoti undir Eyjafjöllum ...
Sólskáli

Sólskáli

Sólskáli er nefndur aðeins árið 1930 og bjó þar þá Hjálmtýr Sigurðsson. Var hús þetta byggt af honum sem sumarbústaður ...
Sólbakki

Sólbakki

Sólbakki hét áður Ívarshús, sjá þar, en Karl Fr. Magnússon skírði húsið upp árið 1915. Árið eftir fluttist Karl að Hafsteini, og bjó þar síðan ...
Slóra

Slóra

Slóra var einsetukot karls eða kerlingar og stóð í Stokkseyrartúni, þar sem nú er Bjarnahús. Enginn veit hvenær kot þetta var í byggð. (Sögn Bjarna Júníussonar) ...
Skálavík

Skálavík

Skálavík er nefnd fyrst árið 1918. Það hús byggðu systkinin Magnús Gunnarsson kaupmaður, áður bóndi í Brú, og Þuríður Gunnarsdóttir, ekkja Páls Þórðarsonar í Brattsholti, og bjuggu þar til dauðadags ...
Skálafell

Skálafell

Skálafell nefnist símstöðvarhúsið á Stokkseyri, og kemur nafnið fyrst fyrir 1943. Húsið byggði Axel Þórðarson símstjóri, fyrr kennari á Stokkseyri. Hann fluttist til Reykjavíkur 1953 ...
Sjólyst

Sjólyst

Sjólyst var byggð árið 1902 af þeim Þórði Björnssyni frá Móeiðarhvolshjáleigu, er fluttist til Reykjavíkur 1927, og Sigurði Magnússyni, síðar í Dvergasteinum ...
Sjóðbúð II

Sjóðbúð II

Sjóbúð II var bær gegnt Kirkjubólil, sem byggður var upp úr sjóbúð handa Guðmundi Jónssyni danska og Láru Sveinbjörnsdóttur konu hans. Bærinn var stundum kenndur við hana og kallaður Lárubúð, þar sem bær þessi var, er nú fénaðarhús frá Sandgerði ...
Close Menu