Brú

Brú

Brú var hjáleiga frá Hæringsstöðum, byggð á sama stað sem áður var Teitssel (sbr. Jarðab. ÁM. Il, 48 og Jarðatal Johnsens 1847). Byggðin var tekin þar upp aftur árið 1768, og kallaðist býlið þá Brú eða stundum Brúarhóll. Það nafn er t. d. notað í manntali 1801. Hjáleiga þessi fylgdi jafnan heimajörðinni, og svo er enn um þann helming hennar, sem er eign Þorleifsgjafarsjóðs. Hinn helmingurinn varð séreign eftir lát Gunnars Ingimundarsonar á Hæringsstöðum og kom í erfðahlut sonar hans, Magnúsar bónda í Brú, síðar kaupmanns á Stokkseyri. Magnús seldi Ágústi Jónssyni bónda í Brú, en Ágúst aftur Guðmundi Péturssyni frá Kotleysu árið 1924. Árið eftir seldi Guðmundur part þennan Hallmundi bónda Einarssyni í Brú, en hann seldi aftur 1934 Guðmundi Jóhannessyni bónda þar. Árið 1944 seldi Guðmundur part þennan Árna Einarssyni í Hveragerði, og er hann enn eigandi hans.

Leave a Reply

Close Menu