Baugstaðahjáleiga

Baugstaðahjáleiga

Hennar er aðeins getið í Jb. 1708. Segir þar, að hjáleiga þessi hafi verið byggð fyrst fyrir nær 30 árum, þar sem aldrei hafði fyrri byggð verið, en hafi í auðn legið síðastliðin sjö ár. Samkvæmt því hefir Baugsstaðahjáleiga verið í byggð hér um bil á árunum 1680-1701. Um ábúanda þar er engan kunnugt. Býli þetta eyddist af sandi og sjávargangi, og segir jarðabókin, að örvænt sé þar aftur að byggja, enda hefir það eigi verið gert.

Leave a Reply

Close Menu