Hóll
Hóll í sveitarbók Stokkseyrar 1875-76 er stytting úr Ölhóll, sjá þar.
Hólsbær var einnig kallaður Hólshjáleiga eða Norður-Hóll. Bæ þennan byggði Magnús Þorsteinsson frá Kolsholtshelli árið 1884. Þar bjó lengi Gísli Stefánsson, áður bóndi á Syðsta-Kekki. Hann seldi bæinn Þorkeli Halldórssyni frá Kalastöðum. Þorkell lézt árið 1925, en ekkja hans fluttist árið eftir til Hafnarfjarðar, og fór Hólsbær þá í eyði.
Björgvin er byggt árið 1898 og nefndist í fyrstu Eiríkshús, sjá það. Árið 1903 keyptu þeir Daníel Arnbjörnsson frá Gerðum í Flóa og Eyjólfur Sigurðsson frá Kalastöðum hús þetta og skírðu það Björgvin. Bjuggu þeir þar lengi síðan.
Helgastaðir eru kenndir við Helga Pálsson, áður bónda í Vestra-Stokkseyrarseli. Hann byggði bæ þennan árið 1896 og bjó þar lengi.
Hvíld er fyrst nefnd í Jarðabók ÁM 1708, og segir þar, að hún hafi lagzt í auðn haustið 1707, en skömm hefir þar byggð verið, því að ekki er hún nefnd í manntali 1703. Eftir það er aldrei getið um Hvíld, fyrr en Karel Jónsson, áður bóndi á Ásgautsstöðum, byggði þar árið 1876, en örnefnið
Dalbær var byggður 1899, og bjuggu þar hjónin Jón Jónsson og Helga Þorsteinsdóttir, bæði úr Ytrihrepp. Dalbær fór í eyði 1940, og er þar nú heyhlaða og geymsla.
Bjarg er byggt árið 1901 af Jóni Jóhannessyni, áður bónda á Mið-Kekki. Gísli Magnússon, sem býr þar nú, hefir gert Bjarg að snotrasta býli og ræktað þar stórt tún.
Hólmur hét áður Grímsbær, sjá hann. Árið 1903 skírðu þeir Jón Guðbrandsson og Guðjón Jónsson, sem þar bjuggu þá, bæinn upp.