Eiríksbakki
Eiríksbakki var kenndur við Eirík Magnússon frá Háfshól í Holtum, er byggði hann árið 1902. Þetta var einn af Sjónarhólsbæjunum. Þar er nú sumarbústaður.
Eiríksbakki var kenndur við Eirík Magnússon frá Háfshól í Holtum, er byggði hann árið 1902. Þetta var einn af Sjónarhólsbæjunum. Þar er nú sumarbústaður.
Stíghús er byggt árið 1899 af Helga Halldórssyni síðar bónda á Grjótlæk.
Merkigarður er byggður árið 1902 af Einari Sveinbjörnssyni, fyrr bónda á Leiðólfsstöðum. Þar bjó Einar til dauðadags 1937 og nú Guðmundur, sonur hans.
Hjáleiga frá Stokkseyri, getið aðeins með þessu nafni í Jb. ÁM. 1708, og segir þar, að hún hafi áður verið kölluð Roðgúll. Vatnsdalsnafnið hefir naumast átt sér langan aldur, því…
Símonarhús voru hjáleiga frá Stokkseyri, og er þeirra fyrst getið í manntali 1703, en þar var þá þurrabúð. Í Jarðab. ÁM. 1708 eru Símonarhús talin hjáleiga, en kúgildi er ekkert,…
Skipagerði var byggt árið 1901 af Eyjólfi Bjarnasyni frá Símonarhúsum.
Eystra-Íragerði var hjáleiga frá Stokkseyri, og er hennar getið fyrst með nafni sem sérstaks býlis í manntali 1703 (Austara-Íragerði). Að öðru leyti vísast til þess, sem segir um Íragerði. Hjáleiga…
Vestra-Íragerði var hjáleiga frá Stokkseyri og er getið fyrst með nafni sem sérstakrar hjáleigu í manntali 1703 (Íragerði vestara). Sjá annars það, sem segir um Íragerði. Hjáleiga þessi fylgdi ávallt…
Roðgúll var hjáleiga frá Stokkseyri og er getið fyrst í manntali 1703, en nefnist þar Litla-Gata. Því nafni er haldið í manntalsbókum Árnessýslu, þegar býlið er nafngreint, allt til ársins…
Gerðar voru hjáleiga frá Stokkseyri, og höfum vér fyrst fundið þeirra getið í Þingb. Árn. 17. júní 1675. Nefnist býlið þar Stokkseyrar-Gerðar til aðgreiningar frá Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi. Einnig kemur…