Eiríksbakki
Eiríksbakki var kenndur við Eirík Magnússon frá Háfshól í Holtum, er byggði hann árið 1902. Þetta var einn af Sjónarhólsbæjunum. Þar er nú sumarbústaður.
Eiríksbakki var kenndur við Eirík Magnússon frá Háfshól í Holtum, er byggði hann árið 1902. Þetta var einn af Sjónarhólsbæjunum. Þar er nú sumarbústaður.
Merkigarður er byggður árið 1902 af Einari Sveinbjörnssyni, fyrr bónda á Leiðólfsstöðum. Þar bjó Einar til dauðadags 1937 og nú Guðmundur, sonur hans.
Hjáleiga frá Stokkseyri, getið aðeins með þessu nafni í Jb. ÁM. 1708, og segir þar, að hún hafi áður verið kölluð Roðgúll. Vatnsdalsnafnið hefir naumast átt sér langan aldur, því að síðar verður þess aldrei vart. Býli þetta er nefnt Litla-Gata í mt. 1703, og er því nafni haldið, eða einnig MinniGata, allt fram á
Símonarhús voru hjáleiga frá Stokkseyri, og er þeirra fyrst getið í manntali 1703, en þar var þá þurrabúð. Í Jarðab. ÁM. 1708 eru Símonarhús talin hjáleiga, en kúgildi er ekkert, og tekið fram, að það hafi aldrei neitt verið. Grasnyt fylgdi þó kotinu þá þegar, því að talið er, að þar megi fóðra eina kú
Eystra-Íragerði var hjáleiga frá Stokkseyri, og er hennar getið fyrst með nafni sem sérstaks býlis í manntali 1703 (Austara-Íragerði). Að öðru leyti vísast til þess, sem segir um Íragerði. Hjáleiga þessi hefir ævinlega fylgt Stokkseyrareigninni og er nú síðan 1935 eign ríkissjóðs ásamt henni. Þess er vert að geta, að sama ættin bjó í Eystra-Íragerði
Vestra-Íragerði var hjáleiga frá Stokkseyri og er getið fyrst með nafni sem sérstakrar hjáleigu í manntali 1703 (Íragerði vestara). Sjá annars það, sem segir um Íragerði. Hjáleiga þessi fylgdi ávallt Stokkseyrartorfunni og er nú síðan 1935 eign ríkissjóðs ásamt henni.
Roðgúll var hjáleiga frá Stokkseyri og er getið fyrst í manntali 1703, en nefnist þar Litla-Gata. Því nafni er haldið í manntalsbókum Árnessýslu, þegar býlið er nafngreint, allt til ársins 1834. Í manntali 1801 er það nefnt Minni-Gata, en það nafn höfum vér hvergi séð annars staðar. Af nöfnum þessum er auðsætt, að býli þetta
Gerðar voru hjáleiga frá Stokkseyri, og höfum vér fyrst fundið þeirra getið í Þingb. Árn. 17. júní 1675. Nefnist býlið þar Stokkseyrar-Gerðar til aðgreiningar frá Gerðum í Gaulverjabæjarhreppi. Einnig kemur fyrir nafnið Út-Gerðar til aðgreiningar frá sama bæ (Min. Gaulv. 1842 í dánarbálki og ef til vill víðar). Á síðari tímum er býlið oft nefnt