60-Athugasemdir
Í riti Jóns Pálssonar, ,,Austantórum“ II, er minnzt á afa minn, Hannes á Litlu-Háeyri, og er persóna hans gjörð mjög auðvirðileg. En þar sem umsögn Jóns er ekki sannleikur, vildi ég gjöra eftirfarandi athugasemd: Sannorðir menn, sem nú ern flestir dánir, minntust hans sem góðs nágranna, sögðu hann barngóðan og hjálpsaman og töluðu aldrei um
59-Í kaupavinnur á árunum 1889-1894
Sumarið 1889 fór ég „að eiga með mig sjálfur“, sem kallað var, og fór ég þá í kaupavinnu til Halldórs gamla Halldórssonar hins ríka að Vatnsleysu í Biskupstungum gegn 12 króna kaupi fyrir viku hverja, að helmingi greiddar í peningum, en að hinum helmingnum „í góðu og vel verkuðu smjöri“. Var þetta hæsta kaup fyrir