28-Nokkrar athugasemdir og viðaukar við Austantórur I

Þegar 1. hefti af Austantórum var búið undir prentun, vorn heimildarrit Þjóðskjalasafnsins enn eigi flutt heim frá Flúðum í Hrunamannahreppi, þar sem þau voru geymd ófriðarárin. Var þá erfitt mjög að fást við rannsóknir ýmissa þjóðlegra fræða, eigi sízt ættfræði, og í sumum greinum ógerningur. Af þeim ástæðum hafa slæðzt inn í alhugasemdir mínar í 1. hefti, einkum við þátt Brands í Roðgúl, nokkur atriði, sem eg vil ýmist auka nokkuru við eða leiðrétta nú þegar, svo að ekki komi að sök, þeim er nota vilja.

1) Guðríður Þorsteinsdóttir og Einar Bjarnhéðinsson (bls. 19) bjuggu á Ásgautsstöðum á árunum 1741-1747, en eftir það finnst þeirra ekki getið. Bernharður, sonur þeirra, býr einnig á Ásgautsstöðum árið 1747, en hverfur síðan. Dóttir hans hefur vafalaust verið Þórey, f. 1746, á lífi í Borg í Hraunshverf 1801. Hún átti Jón bónda í Stokkseyrarseli, og voru börn þeirra: Guðríður og Bernharður, er dóu bæði ung, og Einar í Borg 1801 24 ára gamall. (Sbr. Skiptab. Árness. 15. júní 1786).

2) Jón Þorsteinsson (bls. 19) átti fyrir konu Guðríði, dóttur Guðmundar Jasonarsonar Vest á Stokkseyri og Þórdísar Markúsdóttur (Stokkseyrar-Dísu). Hefur Guðríður verið elzta barn þeirra hjóna. Ættartölubækur herma, að þau Jón og Guðríður hafi átt einn son, er Jason hét og dó utanlands.

3) Bjarni Hieronýmusson (bls. 19) bjó í Tjarnarkoti í Biskupstungum, en Ólafur, bróðir hans, (s. st.) var húsmaður á Reykjavöllum 1762. Þóra, kona Bjarna Gunnarssonar á Reykjavöllum, mun ekki talin dóttir hans.

4) Þorsteinn Bjarnason (bls. 20, 3. línu). f. 1728. bjó í Meðalholtum, svo í Brennu og líklega síðast á Eyrarbakka, því að eg hygg, að hann sé sá Þorsteinn Bjarnason bóndi af Eyrarbakka, ,,sem dó á sinni vegferðareisu á Læk“ í Flóa 1785 (grafinn 8. des.). Þorsteinn átti fyrir konu Vigdísi Sveinsdóttur bónda á Syðri-Brúnavöllum, Jónssonar rauðs í Fjalli, Jónssonar. Hún er ekkja og niðursetningur á Grjótlæk 1801, 63 ára gömul. Af börnum Þorsteins og Vigdísar komst aðeins upp ein dóttir. Hún hét Sigríður, f. 1779 í Brennu, átti lengst af heima á Hamri í Bæjarhrepp og dó þar 18. febr. 1839, ógift. Með henni tók fram hjá merkisbóndinn Jón Símonarson, Eyjólfssonar sterka, bóndi í Óseyrarnesi og síðat á Selfossi, og var þeirra sonur Þórður sá, er dó á Þórustöðum í Ölfusi 1839, aðeins 27 ára gamalt. Einn son átti Þórður með Guðlaugu, dóttur Jóns Hannessonar í Krókskoti í Flóa, og var það Hannes bóndi á Bakka í Ölfusi. Hans börn voru Jón smiður, er dó barnlaus, og Guðlaug, kona Eyjólfs Gíslasonar á Eystri-Þurrá, og eiga þau mörg börn, sem nú eru miðaldra og eldri. – Eg skal geta þess, að í þessari ættrakningu eru einhverjar mestu torfærur, sem orðið geta á vegi þeirra, er við slíkt fást, – þar sem á annað borð einhverrar lausnar er að vænta. En eg þori að segja, að hér er rétt rakið.

5) Auk þeirra fjögra barna Magnúsar Þorsteinssonar (bls. 20-22), sem þar er getið, er nefnd í ættartölum (Steingríms biskups, bls. 206-07) Vilborg Magnúsdáttir, er átti Jón eldra Nikulásson silfursmiðs á Ásgautsstöðum (d. 1750) Jónssonar. Þau Jón og Vilborg munu hafa búið í Götu á Stokkseyri. en ekki er getið um niðja þeirra.

6) Katrín Magnúsdóttir (bls. 21) átti son, áður en hún giftist, svo sem um er getið, er Gísli Pétursson hét. Faðir hans var Pétur bóndi á Loftsstöðum Þórðarson bónda í Þorlákshöfn, Gunnarssonar. Gísli var smiður og bjó síðast lengi á Óseyri við Hafnarfjörð, f. 1775, d. 12. nóv. 1851. Sonur hans var Þórður, er bjó á Óseyri eftir föður sinn, en dóttir madama Guðný Möller í Reykjavík, nafnkunn kona hér í bæ á sinni tíð.

7) Sæbjörg Brandsdóttir (bls. 23) dó á Svarfhóli í Flóa 23. maí 1803, nýkomin þangað vinnukona, en Þórunm, systir hennar, dó á Ásgautssböðum 17. júní 1839, báðar ógiftar og barnlausar.

8) Um syni Jóns Brandssonar yngra (bls. 24) hygg eg það réttast um Guðmund, að hann hafi verið einn af þeim fjórum mönnum, sem drukknuðu á Einarshafnarsundi 3. júní 1826. Var hann þá vinnumaður á Litla-Hrauni, En Bjarni móhnaus dó á Lambastöðum á Seltjarnarnesi 2. júní 1871, ,,óvíst, hvar til heimilis“, segir kirkjubókin.

9) Meðal barna Brands í Roðgúl taldi eg Ingibjörgu Brandsdóttur (bls. 24), en hikandi þó. Sú Ingibjörg hefur verið dóttir Brands Magnússonar í Rauðárhól, sem er annar maður. Brandur sá flosnaði upp og fór á vergang frá Rauðárhól haustið 1784 frá konu og tveimur börnum. Hann flakkaði syðra. Þar stal hann sér til matar, – saltkjöti til að eta í Kasthúsum á Álftanesi, enn fremur þremur sauðarhuppum í öðrum stað, einum kvensokkum og litlu fiskæti, – ,,kann ekki allt saman að metast eyris virði. – – Skal straffást með hrísi í fangelsi sem sannur að smáþjófnaði, hvar af fylgir, að hann hefur sína æru forbrotið“. (Dómab. Gullbr, og Kjósarsýslu 7. des. 1784).

10) Í stað Ingibjargar, er nú var getið og oftalin er meðal barna Brands í Roðgúl, á að koma dóttir hans ein, sem vantalin er. Sú hét Ósk, f. um 1772 og giftist 15. júlí 1798 Pétri Jónssyni í Þorlákshöfn. Þar bjuggu þau alllengi og áttu börn, en ekki er mér frekara kunnugt um þau.

11) Rétt er það ályktað (bls. 42), að Kolbeinn Jónsson í Ranakoti hafi verið þríkvæntur. Hét fyrsta kona hans Þuríður Jónsdóbtir, eins og þar segir, og var þeirra sonur Jón eldri. Þuríðar er getið í ættartölum Steingríms biskups, bls. 210-11, þar sem talin ern systkin hennar. Hún var dóttir Jóns Jónssonar smiðs á Gamla-Hrauni og Guðrúnar Vigfúsdóttur frá Kirkjuvogi, Gunnarssonar. En Jón smiður á Gamla-Hrauni hygg eg vafalaust sé hinn sami, sem seinna var kallaður Jón í Folaldinu og ýmsar sagnir gengu um meðal gamals fólks þar eystra allt fram á þessa öld. (Sbr. Ísl. sagnaþ. og þjóðsögur III, 31-33).

Guðni Jónsson

Leave a Reply