24-Áningarstaðir á lestamannaleiðum

1. Lestamannaleið af Landbroti og Síðu til Mýrdals.

1. Frá Arnardrangi til Syðri-Steinsmýrar, vegalengdin nálega 6 km.

2. Frá Syðri-Steinsmýri til Efri-Eyjaeggja, vegalengdin nálega 15 km.

3. Frá Efri-Eyjaeggjum til Grjóteyrar í Álftaveri, vegalengdin nálega 15 km.

4. Frá Grjóteyri til Núpa, norðan Höfðabrekku, vegalengdin nálega 20 km.

5. Frá Núpum um Heiðardal og Arnarstakksheiði út á Fall, vegalengdin nálega 30 km.

6. Frá Falli til Gatnabrúna á norðvesturhálsi Reynisfjalls, vegalengdin nálega 15 km.

7. Frá Gatnabrúnum til Steigarháls, vegalengdin nálega 10 km.

*

Þá var og önnur leið norðar á ýmsum köflum, farin að vestan til austurs:

1. Frá Vík í Mýrdal, um Höfðabrekkuheiði að Múlakvísl og jafnvel að Hafursey á leið til Kirkjubæjarklausturs á Síðu, nálega 18 km.

2. Frá Hafursey um Mýrdalssand að Flögu í Skaftártungu, nálega 38 km.

3. Frá Flögu að Skaftárhrauni, nálega 22 km.

4. Frá Skaftárhrauni um Landbrot að Kirkjubæjarklaustri, nálega 34 km.

Hér er leiðin nr. 3 að mestu tvítalin, -22 km.

Leiðin öll, frá Vík til Kirkjubæjarklausturs, er því 92 km. Á þessari leið eru Loðinsvíkur oftast nefndar „Síkjur“, milli Hafurseyjar og Flögu, eða þegar Mýrdalssandi sleppir; er það á efri (nyrðri) leið. Er þar haglítið og lítt gróið land, en þó svo, að væri þar áð, mátti „kippa úr kjafti“ á Síkjum þessum, svo að hestar yrði eigi kviðlausir með öllu eða liði hungur.

2. Lestamannaleið úr Meðallandi til Eyrarbakka.

1.Frá Efri-Eyjareggjum að Grjóteyri í Álftaveri.

2.. Frá Grjóteyri að Núpi, vestan Mýrdalssands.

3. Frá Núpi að Steigarhálsi eða Pétursey.

4. Frá Pétursey að Hrútafellsgörðum.

5. Frá Hrútafellsgörðum að Holtsodda eða Seljalandi.

6. Frá Holtsodda eða Seljalandi að Vorsabæ eða Þverbökkum.

7. Frá Vorsabæ eða Þverárbökkum að Rauðalæk eða Ferjunesi.

8. Frá Þjórsá að Hólavelli eða Loftsstaðaklöpp, síðan til Eyrarbakka.

Aths .: Steigarháls var auka-áfangastaður.

Stundum var legið á Hvolsvelli eða við Djúpadal, austan eystri Rangár. Einnig var lagt frá Arardranga til Grjóteyrar og síðan að Loðinssíkjum. Gangandi menn fóru oftast þessa leið. Helsingjabaggar þeirra voru 30-40 pund. Var það aðallega nesti þeirra: hangið kjöt, brauð og bakaðar kökur, harðfiskur og smjör í öskjum. Þeir óðu árnar (vötnin) nema hinar stærstu. Þar, sem talað er um tvo staði og sagt „eða“, er það svo að skilja, að dagleiðin hafi enzt lengri leið en til fyrri staðarins; fór það eftir veðri og því, hversu snemma var unnt að leggja af stað frá tjaldstað eða bæjum.

3. Lestamannaleið úr Flóa til Reykjavíkur.

1. Frá Þjórsá að Laugardælum, nálega 17 km.

2. Frá Laugardælum eða Kotferju að Torfeyri, austan Varmár, nálega 10 km.

3. Frá Torfeyri að Bolavöllum við Kolviðarhól, nálega 17 km.

4. Frá Kolviðarhóli að Fóelluvötnum, norðan Sandskeiðs og sunnan Lyklafells, nálega 7 km.

5. Frá Fóelluvötnum að Hraunsnefi hjá Silungapolli, nálega 10 km.

6. Frá Silungapolli að Fossvogi við Reykjavík, nálega 15 km.

Alls 77 km.

Þá var og önnur leið norðar, frá Húsmúla, vestan Kolviðarhóls, norðan Svínahrauns, að Lyklafelli, norðan Geitháls, sunnan Miðdals að Gröf og síðan yfir Elliðaár neðan Árbæjar.

Brúin á Hólmsá austan Geitháls, var byggð 1887 og brýrnar yfir Elliðaárnar nokkru síðar.

4. Alfaravegurinn gamli: Kolviðarhóll-Reykjavík.

Frá Kolviðarhóli, yfir Bolavelli að Húsmúla (sæluhúsi). Frá Húsmúla, yfir Norður-Velli að Bolöldum ofan Sandskeiðs.

Frá Bolöldum, yfir Svínahraunstögl norðarlega, norðan Lyklafells.

Frá Lyklafelli, fyrir sunnan Klakk, þá um Klettabelti að Vörðuhólum.

Frá Vörðuhólum um Urðarlágar, norðan Helgutjarnar og Selvatns.

Frá Selvatni um Sauðhúsamýri og Sólheimahvamm.

Frá Sólheimahvammi norðan Sólheimahvammstjarna.

Frá Sólheimahvammstjörnum um Hofmannaflatir.

Frá Hofmannaflötum um Hestabrekkur.

Frá Hestabrekkum norðan Almannadals og Rauðavatns.

Frá Rauðavatni að Elliðaám.

Frá Elliðaám til Reykjavíkur.

Upplýsingar um þessa leið eru fengnar hjá Eggerti Nordahl á Hólmi 31. október 1943.

Leave a Reply