083-Ýmsar formannavísur

Hér koma að lokum einstakar formannavísur frá ýmsum tímum. Getið er um höfunda, þegar um þá er með vissu kunnugt, og sömuleiðis, hvenær þær eru ortar, ef um það er vitað. Efalaust munu einhverjir kunna hér við að auka, því að seint verður slíkt efni fulltæmt. Sleppt hefi ég nokkrum vísum, sem mér þykir ekki ómaksins vert að færa til bókar. Vísunum er raðað hér eftir stafrófsröð formanna.

Einn er róinn út á sjó
Arnór þjóastinni,
eitthvað dró og í það hjó
annarri kló með sinni.

*
Aron minn er ágætur
og allra bezti formaður,
gæfusamur Guðmunds bur,
gætinn bæði og sniðugur.

*
Í barkanum húkir Bjarni læða,
á bitanum situr Rosi karl,
Þorvarð nátthúfu höldar hæða,
hann er ei gefinn fyrir svall;
við stýrið hangir helzt að von
höfðinginn Bárður Diðriksson.

Benedikt, sem beitir knör,
brims þó falli láin,
hefur marga frægðarför
farið út á sjáinn.

(Guðjón Pálsson),

*
Sex eru taldir synir Bergs
á sigluhundi:
Ari, Valdi, Grímur, Gvendur,
Jón og Mundi.

Býr sig hnellinn byrðing á
Bjarni í Hellukoti,
úðar skell þó auki lá
ýsu velli breiðum á.

*
Einar stýrir stelkí sjós
Stokks frá eyri glaður,
þessi fírugt þiggur hrós,
þegar hann snýr á Ránar ós.

*
Friðrik gæra, frændi Ærhyrningsins,
á sá heima enn í Hól,
út á sveimar geddu ból.

(Margrét Jónsdóttir, Stéttum).

*
Ýsu píslum öflugur
er að hvísla í skutinn,
Amors sýsli alvanur
er hann Gísli smérkóngur.

*
Hann Guðbergur Grímsson hvergi trauður
lýsu mýrar léttfetann
lætur skríða á skjálfandann.

(Guðjón Pálsson, 1914).

Húna gammi hrindir framm
Hrauns ráður hann Guðmundur,
lætur þramma um lúðu damm,
liðugur við stjórn situr.

*
Hann Guðmundur Hrauni frá
hestinn sunda keyrir
seims með lunda landi frá
lýra grunda brautir á.

*
Rennir fram á rostungs völl
Roðgúl frá hann Hannes,
úða blá þó auki sköll
álku súða, kempan snjöll.

*
Helgi stýrir ára önd
út á drafnar heiði;
alföðursins heilög hönd
honum veginn greiði.

(Guðjón Pálsson, 1907).

*
Ösla fríðan öldu jór
Ingvar sniðugt lætur
Skipum frá um skelja kór
skatna meður sinnisrór.

*
Ísleifur á ára meis
á þá líður daginn,
drattar fram úr holu hreys,
hrindir fram á sæinn.

(Magnús Teitsson, um 1880).

Beitir hraður blakki trés
bur óstaður hringa
út um traðir ölduhlés
ungur maður Jóhannes.

Leiða hann um lög og frón
lukkan kann mjög fögur,
heyrir manna heita bón
himna ranna jöfur.

Fylgd guðs engla fyrr og síð
forði öllu grandi,
mæt hans leiði mildin blíð
marar dýr að landi.

(Margrét Jónsdóttir, Stéttum).

*
Þó að Kári og hrönnin há
hefji söngva stranga,
Jóhannes á lúðu lá
lætur „Björgvin“ ganga.

Hvergi skerðist hugurinn,
hár þó stofnist vandi,
öðrum fremur aðgætinn

Hagleiksmaður höndina
hreyfir vel á stýri,
hefir góða háseta
hann á marar dýri.

Vélum knúinn „Björgvin“ bezt
brýtur öldu skafla,
leiðir oft að landi mest
lukkusamur afla.

(Sigurður Guðmundsson, Gamla-Hrauni, 1928).

Japa sunda jarðar hrings
Jón Guðmundar arfi
meður lunda báru bings
beitir á grundu hafrennings.

(Steingrímur Ólafsson, um 1890).

*
Fyrrum metinn formaður,
fús að sjávarstarfi,
þykir jafnan þolgóður
þrekinn Hinriks arfi.

(Sigurður Guðmundsson, 1928).

*
Jón í skinnstakknum jafnan er,
Jón í skinnstakknum unir sér,
Jón í skinnstakknum fljóðin fær,
fer í skinnstakknum upp á þær.

*
Skjótt áfróni í skinnklæðum
skundar orkuhraður
á fokku ljóni í fiskheimum
frægur Jón í Móhúsum.

*
Svartur á sjó fer
sótrafti líkur
frá Roðgúl, ef rétt er,
ribbaldi slíkur,
Músarsund mjótt fer
metorðafíkur,
af drambi nóg ríkur.

*
Karel sjóli kapteina,
kennari í skóla formanna,
á fótastóli fýlunga
flýgur um hóla rostunga.

Olgeir Jónsson hljóti hrós,
heppni drenginn styður,
ágætur hann er til sjós
Adólfs gamli niður.

(Eyjólfur Magnússon ljóstollur).

Fleina viður fírugur
flæðar ryður essi
á ýsumiðið alldjarfur
Árna niður Sigurður.

Fær það hýra fljóð að sjá
fleina Týrinn þessi,
allvel stýra ungur má
ufsa mýrar leiðum á.

Lagið bara leggur á
læzt ei fara miður,
fylgir ara út um sjá
ófnis skara Freyrinn sá.

(Margrét Jónsdóttir, Stéttum).

*
Sigurður, sem hönd guðs hlífir,
hundinn ranga knýr,
langar oft á laxa mýri,
lagar temur dýr.

*
Snorri við stýrið stendur,
stútar sig bauknum á.
Einn er þar alls ókenndur,
aflanum skiptir sá.
„Haldið þið hópnum saman,
hlunnið þið þétt og vel;
takið upp fimm að framan,
Finnur, rektu í með mér.“

(Eiríkur Kolbeinsson frá Mástungum og Gunnar Sigurðsson frá Lölukoti.[note]Sögn Nikulásar Torfasonar frá Söndu,sem var viðstaddur, er þeir settu saman vísuna. [/note])

Sveinn á bláum síla hyl
seglum háum brunar,
kappinn sá er kenndur við
Kakkar hjáleiguna.

*
Torfi í Foki með býsna brok á bátnum fúna,
fyrst ef hann ekki fiskar núna,
fara má hann að skera kúna.

*
Stýrir fríðum voga val
Vilhjálmur frá Gerðum,
höppin prýða hraustan hal
hans á sjóarferðum.

(Guðjón Pálsson, 1904).

Vilhjálmur í vomum bíður,
varla er heilsan góð.
„Birtir til á báðar síður“;
„bara snjógangshljóð.“

(Magnús Teitsson).

*
Oftast hlaðinn hafi frá
heim að vörum rennir
þrælhugaður þegninn sá,
Þórður Traðarholti frá.

*
Í afturstafni á ölduhrafni situr
með svartan hatt og hvítan haus;
hann er jafnan tóbakslaus.

Leave a Reply